Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 29
Fegursta sjórekið lík Þetta kvöld reri enginn til fiskjar. Karlmennirnir héldu til nálægra þorpa að gá hvort einhvern vantaði þar, og konurnar gættu líksins á meðan. Þær hreinsuðu af því leðjuna með hampi, greiddu sjávar- gróðurinn úr hárinu og sörguðu hringmunnana af með hreistrunarjárni. Meðan þær voru að þessu veittu þær því athygli að gróðurinn sem þakti líkið var upprunninn í fjarlægum höfum og á miklu dýpi, og að klæði þess voru í tætlum, einsog það hefði synt um rangala kóralrifja. Þær tóku einnig eftir því að líkið bar dauða sinn með reisn, því hvorki var á því einsemdarsvipur einsog á öðrum sem drukknuðu í hafi né eymdarlegur mæðusvipur þeirra sem drukknuðu í ám. En það var ekki fyrren þær höfðu lokið við að hreinsa hann að þær gerðu sér fulla grein fyrir því hverskonar maður þetta var, og þá stóðu þær á öndinni. Ekki var nóg með að þeim þætti hann vera hávaxnasti, sterklegasti, karlmannlegasti og best limaði maður sem þær hefðu augum litið, heldur gátu þær engan veginn ímyndað sér hann, þótt þær horfðu nú á hann eigin aug- um. I þorpinu fannst ekkert rúm nógu stórt til að leggja hann í, og ekkert borð nógu traust til að nota mætti sem viðhafnarbörur. Sparibuxur stærstu manna voru honum of litlar og sama var að segja um sunnudagsskyrtur hinna þreknustu og skó hinna fótstærstu. Konurnar heilluðust af stærð hans og fegurð og ákváðu að sauma honum buxur úr góðum segldúk og skyrtu úr brúðarlíni til að hann gæti haldið áfram að vera dauður með fullum virðuleik. Þar sem þær sátu í hring og saumuðu og skotruðu augunum til líksins milli nálarspora virtist þeim sem vindurinn hefði aldrei verið jafnhvass og Karíbahafið aldrei eins órólegt og þessa nótt og þær gerðu ráð fyrir að þessar breytingar stæðu í einhverju sambandi við hinn látna. Þær hugsuðu með sér, að hefði þessi glæsilegi maður átt heima á þorpinu þá hefðu breiðustu dyrnar verið á húsi hans, hæsta þakið og sléttast gólfið, og rúmgrindin hans hefði verið úr bátaviði, skrúfuð saman með járnskrúfum, og konan hans hefði verið hamingjusömust þeirra allra. Þær hugsuðu sér að svo mikið hefði vald hans verið að hann hefði laðað fiskana uppúr sjónum með því einu að nefna nöfn þeirra, og hann hefði unnið af slíku kappi að vatn hefði sprottið fram úr hvassasta grjóti og hann hefði sáð blómum í urðina. Þær báru hann í laumi saman við sína eigin menn og hugsuðu sér að þeir gætu ekki 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.