Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 127
ekki á byltinguna veit hann að ástin er breytingum undirorpin — eða eins og segir í Vetrarmynd (43): Tímalaus var bláin í augum þínum svo blá að hún var skærgræn, nú gárast hún af ókunnum vindum, ókunnir eru vindarnir í augum þínum. Einstaka sinnum bregður fyrir sársauka í ljóðum Matthíasar um ástina og lífið, þótt meira sé um óþol gagnvart hverfulleikanum. „Þessi úfni óskiljan- legi sársauki" (133) snertir lesandann sem nálægari tilfinning og jarðbundnari en upphafin ástin og er nátengd mann- legum ótta við dauðann — á undanhaldi okkar „samkvæmt áætlun úr einni von í aðra“ (134). Ljóðin um dauðann eru margvísleg. Stundum yrkir Matthías eins konar skyldukvæði um hann, hátíðleg ljóð, og leggur þá gjarnan út af því að þeir sem máli skipti lifi þótt þeir deyi, lifi áfram í verkum sínum, og Matthías finnur til skyldleika við þessa menn. Mannanna verk ef þau eru nógu vegleg lifa líka þótt veröld „ringlist og riði til falls“ (118). Miklu ríkari eru ljóðin þar sem skáld saknar vina í stað, finnur dauðann nálg- ast meir og meir við hverja vinargröf sem hann krossar. Þennan sára bitur- leika má t.d. finna í Viðljóðum (132): Fyrst mörg og ung síðan fá og miðaldra nú tvö og ein: Umsagnir um bœkur heyrum kliðinn þagna sjáum grænt laufið fölna reynum hvernig lífið breytist hægt og bítandi í gagnsæjan draum og sjáum þá sem lögðu af stað með okkur breytast í mosagróna legsteina. Var þetta þá allt og sumt voru fyrirheitin molnaðar kjúkur í kaldri mold vorum við sjálf þessi vorbjarta nótt sem dagaði uppi, þessi von sem breyttist í steingerving? Tilgangsleysi lífs og dauða læðist að honum aftur og aftur og honum tekst ekki að hugga sig við það að orðstír deyi aldregi þótt hann reyni það í áð- urnefndum hátíðarljóðum um séra Matthías og félaga. Það er eins og hljómur hins fornkveðna reynist holur, einmanaleiki mannsins er svo nístandi (175): Gömul kona, lítið afskekkt herbergi. Einnig hún er herbergi. Enginn kemur í heimsókn, ekki einu sinni dauðinn. Síðasti kafli bókarinnar heitir I hálf- luktu auga eilífðarinnar og er langt ljóð um John Lennon. I þessu Ijóði mætast yrkisefni bókarinnar og úr því fæst að mínu viti niðurstaða þanka skáldsins um þau. Ljóðið er óður til ástar og friðar, sársaukafullt minningarljóð um baráttumann fyrir hvoru tveggja, sem þó hlaut að falla fyrir byssukúlu (189): nú um aldur fram langt um aldur fram horfðirðu inn í byssuhlaupið 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.