Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 79
Innan og utan við krosshliðið
loforð sem hann ætlar sér ef til vill aldrei í alvöru að standa við.
Eftirlitsmaðurinn styrkir Georg með þeim formerkjum að honum
sé gerður mikill heiður með því að fá að láta hann hafa mánaðar-
launin sín, allt sem hann á. Kaupmanninum Gúðmúnsen verður
Georg að þakka og endurgreiða með þúsund auðmýkingum það
litla sem hann lætur af hendi rakna. Hann hefur ánetjast Gúðmún-
sen sem losar sig við hann — endanlega — þegar hann verður leiður á
honum. Þá þarf saltfiskurinn að sjálfsögðu nýja slaufu og Gúðmún-
sen býður Alfgrími að kosta hann til söngnáms.
Alfgrímur hefur líka lært það af séra Jóhanni að til sé hinn eini
hreini tónn og í vitund hans tengist þessi tónn Garðari Hólm . . .
. . . og þó maður heyrði hann aldrei nefndan að fyrra bragði hjá
okkur þá skynjaði ég snemma að nafn hans bjó nærri gángverkinu í
klukkunni okkar gömlu. (90)
Orðið sem klukkan í Brekkukoti segir er „eilífð" og tímaleysi
allrar mikillar listar tengist Garðari þannig snemma í huga Alfgríms.
Goðsögnin um Garðar Hólm hefur aldrei sömu merkingu fyrir
Alfgrími og öðrum landsmönnum. I Foldinni, málgagni Gúðmún-
sensbúðar, er öll áhersla lögð á frægð Islands og frægð Garðars og
glæsibrag hans sem skiptir mun meira máli en list hans. Fyrir
Alfgrími er list Garðars aðalatriðið og frægðarferillinn aðeins sjálf-
sögð afleiðing hennar.
Garðar Hólm verður Alfgrími þannig ímynd þess sem Brekkukot
skortir þrátt fyrir ríkidæmi þess af öryggi og staðfestu. I augum
Alfgríms hefur Garðar náð hinu fjarlæga markmiði, hreina tóninum,
listsköpun sem er einlæg, óeigingjörn og mikil af sjálfri sér (sbr. 115,
116). Hann verður Alfgrími hvort tveggja í senn hvatning og
ómeðvituð fyrirmynd að lífsstefnu og leit sem Brekkukot skilur
ekki.
Alfgrímur og Georg eru bæði hliðstæður og andstæður. Þeir eru
aldir upp hvor sínum megin við kirkjugarðinn og eru líkir í
barnæsku. A unglingsárunum eru þeir báðir fremur ósjálfstæðir og
láta vel að stjórn annarra. Fullmótaðir verða þeir hins vegar mjög
ólíkir menn. Georg er mikill tilfinningamaður; „óraunsær" og út-
hverfur persónuleiki. Alfgrímur er andstæða hans; jarðbundinn,
197