Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
flókna „þjóðfélagi" þeirra. En í þeim orðum sem nú var vitnað í
birtist andi sá sem hefur þrátt fyrir öll skoðanakerfi alltaf reynst
honum traustasta undirstaða fagurs mannlífs, dýrmætasti arfur hans
úr heimahögum.
Islensk náttúra: „var þetta ekki himnaríki?“
íslensk náttúra er mikill þáttur í uppeldi íslendings, enda samrunnin
reynslu þjóðarinnar og sögu frá upphafi. Hún er líka sjálfsagður
hluti af æskusögu Halldórs þó ekki fari kannski mikið fyrir beinum
náttúrulýsingum hér. En það leynir sér ekki að íslensk náttúra er
snar þáttur af arfi þeim sem varð veganesti hans frá túninu heima.
Hann segir til dæmis frá því þegar fjölskyldan fluttist úr Reykjavík
að Laxnesi fagran júnídag árið 1905, og hann gengur morguninn
eftir við hönd föður síns „austurfyrir tún“:
Sólskinsdagur. Af hverju man ég eftir þessum degi, hvað gerðist? Eg
sá lóuna í fyrsta sinn. Hún fylgdi okkur á hlaupum nokkra faðma í
burtu og horfði á okkur með því auganu sem að okkur vissi. Eg var
svo hugfánginn af fugli með svart silkibrjóst, og ekki einsog pútur,
að mig lángaði að grípa hann og fara með hann heim og eiga hann. (T
38)
Slíkt er mikill viðburður í lífi þriggja ára drengs. Einsog eðlilegt er á
þessum aldri eru það nálægustu og einföldustu hlutirnir í náttúrunni
sem vekja eftirtekt hans. Og þegar höfundur í ljóði því sem endar
fyrsta bindið tekur saman endurminningarnar frá túninu heima, þá
heyrum við ekkert um fjallahringinn eða önnur stórfengleg fyrir-
brigði landslagsins, heldur er þar brúnklukka í mýri og „altær lind
og ilmur af reyr“.
En í rauninni hefur þetta yfirlætisleysi, samtvinnað dularfullri
innlifun og samkennd, sett mark sitt á náttúrulýsingar skáldsins
gegnum árin. „Hið bólgna orðalag um kosmos" (U 89) hjá Einari
Benediktssyni er honum fjarstæða, og hann talar dálítið háðslega um
„Fjallkonuna fríðu hjá okkur, þar sem hún situr í dýrðarljóma
skauti faldin uppá blátoppinum á Heklu“ (S 143). Náttúruskilningi
hans sjálfs mætum við helst í játningu einsog þessari; hann segist
hafa „þreyð af mikinn hversdagsleika sálarinnar": „En fjöllin hafa
166