Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 114
Tímarit Máls og menningar
dem i hoj Grad alligevel. Jeg er f. Eks. blevet tvunget til — paa Grund af
idiotiske Dispositioner af Ledelsen for den Delegation, jeg tilhorer — at
tilbringe Natten i en bakteriefyldt Kupé paa en stenhaard Bænk i en Stank,
der er til at skære i. Nok er jeg Kommunist, men jeg onsker ikke, at andres
Lus skal drysses af paa mig, dersom det er unodvendigt.")
A þetta ósamkomulag við Norðmennina minnist einnig Karin Boye í
bréfi sem hún skrifaði Erik Mesterton 3. jan. 1929:
Vi var i Oslo mellan jul och nyár och halsade pá Mot dag. Det var
utomordentligt roligt. Har du varit dar? Mot dag ár en enda stor familj,
betydligt trevligare án de vanliga gammaldags familjerna — en praktisk
föregángare till ett nytt samhálles minsta delar. Jag ár verkligt glad att pá det
sattet ha fátt se dem i frihet och undanröja det misshumör, som kom att
uppstá under Rysslandsresan.2*)
Davíð Stefánsson mun löngum á þessari ferð hafa verið þögull og
fáskiptinn og að því víkur raunar Otto Gelsted í einni greina sinna, þar sem
hann lýsir óralangri bið ferðafélaganna við tollstöð á leiðinni inn í Sovét-
ríkin:
Det kæmpehoje, urokkeligt mutte og flegmatiske Medlem af den islandske
Delegation, David Stefansson, bliver i disse kaotiske Omgivelser dobbelt
oldnordisk at skue.25)
Eins og sjá má nýtir Gunnar Gunnarsson í sögu sinni báða þessa þætti úr
ferðalagi stúdentasendinefndarinnar — óánægjuna með ofstjórnarhneigðir
norska hópsins og fáskiptni Davíðs sem sumum samferðamönnum hans er
enn í minni.
Þó er ótalið það atvik, sem varð tilefni og aðalminni sögunnar.
Samtímis stúdentasendinefndinni voru þeir staddir í Moskvu Einar Ol-
geirsson og Haukur Björnsson.
Síðasta kvöldið, sem stúdentarnir dvöldust í borginni, fór Davíð með
þeim tveimur út á veitingastað. Eftir dvöl þar fór Einar heim á gististað
sinn en þeir Haukur og Davíð leigðu sér hestvagn og óku einn hring
umhverfis Kreml. Síðan fór Haukur heim á hótel sitt og skildust þeir þar en
Davíð hélt áfram í vagninum.26)
Eftir það átti skáldið nótt í Moskvu sem það var eitt til frásagnar um
íslenskra manna.
Þegar skandínavískir ferðafélagar Davíðs komu til morgunverðar daginn
eftir mun hann enn hafa verið nokkuð við skál. Nú var þögn hans rofin og
þessi morgunn í Moskvu hefur orðið þeim eftirminnilegur. Fararstjórinn,
Johan Vogt, segir:
232