Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 81
lnnan og utan við krosshliðið
Þó rödd mín væri varla fædd, né sjálfur ég heldur sem maður; og þó
einginn viti hvern skapnað ormurinn fær ef honum tekst nokkru
sinni að fljúga úr púpunni, þá var þó trúnaðurinn við Garðar Hólm
eingin nýbóla fyrir mér, heldur leynilegt aðal umliðinnar bernsku
minnar; ég saung óskifta þökk mína til handa þessum veraldartenór
sem reis fyrir guðs miskunn yfir bassann okkar í Brekkukoti; . . .
(300)
Álfgrímur á Garðari Hólm þakkarskuld að gjalda. Garðar hefur
verið honum allt í senn; hvatning, fyrirmynd og víti til varnaðar.
Hann er forgöngumaðurinn. Hans vegna getur Álfgrímur gengið á
milli heimanna fyrir innan og utan krosshliðið í Brekkukoti — með
virðingu fyrir menningu Brekkukots og ákveðinni varúð gagnvart
því sem bíður hans utan við krosshliðið. Hans vegna leggur Álf-
grímur framtíð sína í hendur ömmu og Björns í Brekkukoti, hafnar
aðstoð Gúðmúnsen og harmsaga Georgs mun ekki endurtaka sig.
Álfgrímur yngri syngur óskipta þökk sína til veraldarsöngvarans
Garðars Hólms og Álfgrímur eldri geldur þakkarskuld sína að fullu
með því að segja sögu drengsins úr Hringjarabænum; harmsögu eins
af þeim mönnum sem ruddu brautina milli heimanna fyrir innan og
utan krosshliðið í Brekkukoti — og guldu fyrir það með lífi sínu.
Athugasemdir
1 Greinin sem hér fer á eftir er byggð á hluta af óprentaðri B.A. ritgerð
minni: Brekkukotsannáll og frásagnartækni fyrstu persónu skáldsögunnar,
1975 (Háskólabókasafn).
2 Wayne C Booth: A Rhetoric of Irony. The University of Chicago
Press, 1974, bls. 7—8.
3 “Irony is always the result of a disparity of understanding. In any
situation in which one person knows or perceives more — or less — than
another, irony must be either actually or potentially present. In any
example of narrative art there are, broadly speaking, three points of view
— those of the characters, the narrator, and the audience. As narrative
becomes more sophisticated, a fourth point of view is added by the
development of a clear distinction between the narrator and the author.
Narrative irony is a function of disparity among these three or four
199