Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 93
Vésteinn Lúðvíksson S A hafinu eina Það var um svipað leyti að drengurinn fékk sitt eigið herbergi í kvistinum og bærinn nýjan rafveitustjóra sem flutti í húsið á móti ásamt konu og tveim veiklulegum börnum. Þetta var um vor og einber kyrrð í kroppnum á þeim sem voru ennþá of ungir til að finna óróna sem fylgdi árstímanum hjá þeim eldri, semsé þeim sem höfðu náð fermingu en áttu ennþá kippkorn í trúlofun svo ekki sé minnst á hjónaband. Drengurinn var nýbúinn að glata eldri bróður sínum og leikfélaga inní þennan furðuheim þar sem sambandsleysið ríkti í bland við æðisköst og langar þagnir. Þegar hann kom heim úr skólanum settist hann því við kvistgluggann og horfði útá sjóinn og fannst hátt í eilífð þangaðtil hann stæði í brúnni á stærsta skipi landsins og sigldi um höfin sjö. Hann horfði líka oft niðurí þak- rennuna, þar var eitthvað svo dularfullt að það gat verið armbandsúr en líka sylgja úr gömlu belti, kannski brot úr loftsteini, það var ómögulegt að vita og annað eins hafði víst gerst, að minnstakosti í útlöndum. Kona rafveitustjórans hafði orð á því við grannana að eitthvað væri hann undarlegur drengurinn á móti, þarna sæti hann við gluggann og góndi, dag eftir dag — og voru ekki líka augun í honum einkennilega stór? Svo einn morguninn, skömmu áðuren messunni lauk í útvarpinu og gatan settist að borðum svotil samtímis, þá yfirbugaði forvitnin drenginn og hann smokraði sér útum gluggann og naut þess að vera mjór, útá bratt þakið með lappirnar á undan, hékk þarna nokkra stund og lét sig síðan skrika niðrí þakrennuna sem var svo vingjarn- leg að láta ekki undan. Þá var konu rafveitustjórans litið uppúr pottunum og útum eldhúsgluggann, og nú sá hún það sem hana hafði grunað: drengurinn á móti var ekki með öllum mjalla. Og af því hún gat ekki horft uppá fólk leika sér með dýrmætt lífið, síst af 211
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.