Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 39
„1 túninu heima"
að taka á móti þeim, „góðlegur höfðíngsmaður, sköllóttur með stórt
yfirskegg, í bláum klæðisfötum og bauð okkur velkomin og bar mig
yfir þröskuldinn sem var í hærra lagi“ (T 31). Þessi þröskuldur er
auðvitað veruleiki, en hann verður hér einnig að tákni, þar sem hann
markar upphaf á nýju og afdrifaríku tímabili í lífi drengsins.
Annar kafli sömu bókar segir frá endurfundi höfundarins og
vinnustúlkunnar Svönu úr Leirársveit, „sem kenndi mér að segja
jesúspétur og hvur asskotinn hóar í dúsunni barnsins, ennfremur að
nota lýsíngarorðið ,pu‘ (puari puastur) og mun vera franska“ (23).
Áratugum seinna, í síðari heimsstyrjöldinni, rekst hann á Svönu á
Laugarvatni „í hópi fátækra ekkna og mæðra.“ Hún segist hafa átt
einn son og misst hann í sjóinn fyrir tíu árum. „Ertu búin að gleyma
orðinu pu Svana mín?“ spyr Halldór til þess að minna á náið
samband þeirra í gamla daga. En hún „brosti dauflega og annars
hugar og sagði: Ekki stendur svo vel á fyrir þér Dóri minn, að þú
getir lánað mér einsog fimm krónur?“ (36). Með þessum tilviljunar-
kennda endurfundi, í þessum hversdagslegu orðum, er dregin upp
skyndimynd af harmleik lífsins, bogi sleginn frá fjörugri og áhyggju-
lausri æsku til dapurlegra örlaga — án allrar viðkvæmni.
Síðasti kafli fyrsta bindis, „I þessu túni,“ er fallegt dæmi þess
hvernig skáldleg heild myndast úr „dokumentarísku" efni. Þátturinn
hefst í nútímanum. I endurminningu skáldsins hefur Laxnestúnið
fengið keim af goðsögn:
Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnes-
túninu, og nú er ekki leingur til. Eg var eitt af grösunum sem uxu í
þessu túni. Stundum ímynda ég mér að þetta hafi verið túnið í
Völuspá, Iðavöllur, þar sem guðirnir rísa aftur eftir Ragnarök. Það
var íslenskt tún (241).
En í lok kaflans er kominn morgunn. Feðgarnir eru að leggja á stað
ríðandi til Reykjavíkur, þar sem drengurinn er að hefja nám. Fólkið
er ekki komið á fætur, en móðirin gefur þeim kaffi í eldhúsinu; „og
þetta góða brauð“. „Eg vissi vel að ég var að fara að heiman fyrir fult
og alt, við vissum það öll en létum sem ekkert væri“ (248). Kaflanum,
og bókinni, lýkur með hinu undursamlega, angurværa ljóði „á þessu
nesi / á þessu túni“ o. s. frv. En þar er líka minnst á dauðann: „Og
þegar þú deyr þá lifir reyr“. Laxnestúnið verður að tákni liðins tíma,
157