Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 25
Tíu þúsund ár bókmennta Sannast sagna verður að taka með fyrirvara því sem sagt er um í- myndunarafl Garcia Marquez. Eg álít að þetta fræga ímyndunarafl sé hæfileiki, sérstakur eða ekki, til að endurskapa raunveruleikann í skáld- skap, en engu að síður raunveruleikann. Þú hefur sagt ab allt sem þú skrifir eigi sér raunverulegar forsendur sem þú gœtir rakið línu fyrir línu. Gxtirbu nefnt dæmii Allt sem ég skrifa byggir á raunveruleika, annars væri það fantasía, Walt Disney, hverju Guð forði mér frá. Ef einhver eignar mér gramm af fantasíu fyrirverð ég mig. Fantasía er ekki til í neinni af bókum mínum. Tökum til dæmis frægt atriði um gul fiðrildi Mauricío Babílónía. . . um þau er gjarnan sagt: „hvílík fantasía". Sér er nú hver fantasían. Ég man svo greinilega eftir rafvirkjanum sem kom heim þegar ég var sex ára, og sé ennþá fyrir mér hana ömmu sem um kvöldið fór að veiða gul fiðrildi... og hér er komið að þessum frægu leyndarmálum sem þú vilt ekki að séu afhjúpuð. Afhverju segirbu þab? Af því þér finnst ég vera að afhjúpa leyndarmál, en vertu óhræddur, leyndarmálið stendur miklu dýpra. Þegar sjónhverfingamaðurinn segir: „Eggið kemur út hérna af því það er fest við þráð þarna“ og útlistar hvernig allt er í pottinn búið, þá er það helmingi magnaðra heldur en ef um galdra væri að ræða því galdrar eru auðveldari. Töfrabrögð taka göldrum langt fram og þessvegna hef ég engar skrúplur þótt ég afhjúpi það sem á eftir fer. Amma var að reyna að veiða hvít fiðrildi í klút, hvít en ekki gul, taktu eftir því, og ég heyrði hana segja: „Djöfullinn. Ég kem þessu fiðrildi ekki með nokkru móti út, undarlegur andskoti, það er eins og það troði sér hér inn í hvert skipti og rafvirkinn kemur“. Þessu gleymdi ég aldrei. Og sjáðu hvað má gera úr því með því að endurfæða það í skáldskap. En þú mátt gjarnan vita að fyrst hafði ég fiðrildin hvít, gallinn var bara sá að ég trúði því ekki þannig. Ég fékkst ekki til að trúa því fyrr en fiðrildin voru orðin gul og bersýnilega bitu allir á agnið þá. Af því geturðu séð að frá hinu raunveru- lega atviki sem ég var að enda við að nefna, til bókmenntalegrar endursköp- unar, er engin leið fær nema leið skáldskaparins. Sama gegnir um upp- stigningu Remedíos fögru. Fyrst ætlaði ég að láta hana sitja við sauma frammi á gangi með Rebekku og Amaröntu og næst þegar þeim varð litið upp var hún á bak og burt. Næstum eins og í kvikmynd. En með því móti væri hún of jarðbundin og þess vegna tók ég þá ákvörðun að láta hana stíga til himna með líkama og sál. Ég tók mið af frú einni sem dóttir hennar hafði hlaupist að heiman í morgunsárið og til að forðast hneisu var þeim orðrómi komið á kreik að stúlkan hefði stigið til himna og frúin lét ekki fliss og aðhlátur aftra sér frá því að greina frá geislaflóðinu og öðru sem tilheyrir og klykkti út, að úr því að María mey hefði farið himnaför, hversvegna ekki 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.