Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 59
„I túninu heima" árið 1750“. Hún þykir drengnum Alfgrími geyma í tifi sínu „merki- legt kvikindi", sem sé ef til vill eilífðin sjálf (9-10). En í kafla um „Frændsemi við klukku“ í Sjömeistarasögunni rekur nú Laxness að hætti harðsvíraðra ættfræðinga ævisögu klukku með „silfurskæran hljóm“ (123) sem var einu sinni smíðuð af James Cowan í Skotlandi á átjándu öld og lenti að síðustu gegnum marga ættliði í eigu Hall- dórs. Móðir hans gaf honum gripinn þegar hann „flutti á Vesturgötu 28 árið 1940“: „Þannig á ég til frændsemi að telja við þessa klukku.“ (118) Klukkan í Brekkukoti, með sínum eilífðartón, hefur verið kunningi höfundarins frá bernskuárum. „Það var ljósmynd þessarar konu sem ég hafði fyrir mér þegar ég var að gera tilraun til að lýsa Uu í Kristnihaldi." (T 158-59) En mynd sú var af Sigríði Jónsdóttur úr Vogum, móður Jóns Sveinssonar, „Nonna“. Hvað á móðir Nonna, eða mynd hennar, skylt við Uu, þessa hálfgerðu huldukonu? „Hver sem virðir fyrir sér ljósmynd Sigríðar úr Vogum frá blómaskeiði ævi hennar geingur þess ekki dulinn að myndin er af glæsilegum kvenskörúngi einsog einlægt hafa verið á Islandi, og ekki í fornsögum einum; þó stundum kanski ekki nema ein og ein á öld.“ Sjaldgæfur glæsileiki og skörungsskapur eru þá sameiginleg einkenni þessara kvenna. En önnur og kannski áþreifanlegri atriði koma einnig til greina. Ua dvelur um langan tíma í Suðurameríku. Frú Sigríður fór að bónda sínum látnum „vestrum haf og átti þar góðri giftíngu að fagna sem slíkri konu byrjar, og átti heimili sitt um skeið vestrá Kyrrahafsströnd“ (158). Þar vestra varð Ua nátengd kaþólskunni, og í Kristnihaldi ræðir hún heima á Islandi við Umba hin frægu ljóð eftir Jean de la Cruz um sameiningu sálarinnar („unio mystica") við Guð og samband skáldsins við heilaga Teresu. Slíkt er ekki vitað um móður Nonna persónulega. Hinsveg- ar sendi hún son sinn tólf ára gamlan suður í heim í hendur kaþólsku kirkjunnar, og varð hann með tímanum kristmunkur. Ef til vill hafa snertipunktar af þessu tæi vakað fyrir skáldinu þegar hann skynjaði Uu gegnum ljósmynd Sigríðar úr Vogum. Hugmyndatengsl geta farið leyndari leiðir en svo. Þannig mætti halda lengi áfram. A víð og dreif bregður fyrir atriðum og athugasemdum sem varpa ljósi á starfsferil höfundarins allan. Æskusaga hans veitir okkur fróðlega innsýn í hvernig líf og reynsla, í stóru sem smáu, umskapast í skáldskap hans og öðlast þar 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.