Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 71
Innan og utan við krosshliðið tilfinningalega öryggi sem sálin þarfnast. Georg litli er aftur á móti alinn upp hjá hringjaranum: Ja það eru blómin hríngjarans, sagði konan. Blessaður hríngjarinn vildi aldrei sjá né heyra hann Gorg minn, þau blóm látum við kjur. (291) Jón gamli Guðmundsson kostar hina endasleppu skólagöngu Georgs Hanssonar ef marka má orð forsöngvarans (151). Það er hins vegar ósagt látið hvers vegna sá gamli nirfill tekur upp á þessari skyndilegu rausn. Georg kemst þannig undir „verndarvæng“ Gúð- múnsens fjölskyldunnar um leið og hann hefur slitið barnsskónum. Þegar Georg tollir ekki lengur í latínuskólanum er honum útveg- uð vinna við brennivínssölu í Búðinni. I þakkarræðu sinni í lok 59. kafla talar Garðar Hólm nær eingöngu um þennan tíma í Snafsinum í Gúðmúnsensbúð. Hann er mjög bitur og þegar hann talar til feðganna Jóns Gamla og Guðmundar bregður hann fyrir sig nístandi háði. Viðskiptavinir Georgs í Snafsinum eru öreigar, sjó- menn á skipum Búðarinnar, á flótta undan örbirgð sinni í náðar- faðm brennivínsins hans Jóns Guðmundssonar. I Búðinni öskra þeir „Yfir kaldan eyðisand“ og skæla „Þú sæla heimsins svalalind" og Georg Hansson syngur með: Já þau eru ótalin saungstríðin sem ég háði til að halda uppi virðíngu Búðarinnar. Enda segi ég það ekki til að hrósa mér, heldur ber þess að geta sem gert er, að ég var enn ekki fullra átján vetra þegar varla rakst sá öskurapi inní Búðina að ég sýngi hann ekki á augabragði niður í það hurðarlausa. (263—264) Georg er nýkominn úr mútum þegar hann byrjar að vinna í Snafsinum og hafi hann haft góða rödd á þeim tíma hefur hann vísast skaðað hana eða eyðilagt með fjögurra ára söngstríðum sínum í Búðinni. Vist Georgs innanbúðar í Gúðmúnsensbúð lýkur með því að hann er rekinn af því að hann stenst ekki hinar ströngu siðferðiskröfur Jóns Guðmundssonar: Ég veit ekki betur en við höfum hreinlega rekið hann að því hann var svikóttur óstundvís og kjaftfor og stóð af honum ófriður hér í Búðinni. (258) 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.