Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 41
„I túninu heima“ hljóðfæri sem býr yfir tóni örlaganna./ . . . / Ekki orð var talað; þó höfðum við einusinni verið vinir. Nú var hávetur og svarta- skammdegi með skyldugum útsynníngum í Reykjavík. Einn morgun nokkrum dögum seinna fréttist að lík Jóns Pálssonar frá Hlíð hefði fundist sjórekið í Effersey (240H3). Þannig lýkur þessari frásögn af fornvinunum tveim, og hefur kannski fengið einkennilegan trega sinn og sannfæringarkraft úr þeirri djúpu lífsreynslu sem í henni dylst. Henni lýkur í tákni óbóunnar, „sem býr yfir tóni örlaganna". Sannsaga — og skáldsaga. Frásagnarháttur og stíll Söguna af sambandi þeirra Halldórs frá Laxnesi og Jóns frá Hlíð má einnig sjá sem dæmi um byggingu og frásagnarhátt þessa bókaflokks yfirleitt. Hún er nefnilega ekki sögð svo að segja í einu lagi. Það er minnst á aðalatriði hennar á köflum. En inn á milli er sagt frá kynnum höfundarins af öðrum mönnum og fjallað um meira eða minna óskyld efni, sem koma við sögu hans á þessu æviskeiði. Þannig blandast hér smátt og stórt, og skáldið er á stöðugri hreyfingu milli endurminninga sinna. Hann rígheldur sér engan veginn í það sem einu sinni var, tekur ekki hugtakið „til tvítugs" alltof hátíðlega, heldur ferðast léttilega fram og aftur í tímanum. Þegar roskinn maður minnist æskudaga sinna getur hann auðvitað ekki losað sig við síðari reynslu. Það er vonlaust að reyna að endurskapa fortíðina nákvæmlega einsog hún þá kom barninu eða unglingnum fyrir sjónir. Enginn veit þetta betur en skáldsagnahöf- undurinn Laxness, og hann notfærir sér líka óspart vitund sína um eðli tímans að breyta öllu. Þátíð og nútíð fylgjast að, og varpa ljósi hvor á aðra. Eitt sérkenni þessa „essay roman“ er afstaða höfundarins til lesand- ans. Formið er, að minnsta kosti á yfirborðinu, tiltölulega opið og lausbeislað. Sagnamaðurinn minnir okkur ósjaldan á hlutverk sitt sem slíkur. „Hef ég ekki einusinni fyr í þessu skrifi nefnt nafn Svönu“ (T 34); „Sagði ég ekki áðan“ (T 114); „Um daginn mintist ég á það hér í textanum að ég hafi verið sendur suður tólf ára“ (T 209); „Eg hef margimprað á að Túngulækurinn skar sundur Laxnestúnið“ (T 243); 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.