Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar þess að undirstrika andstæðurnar; Laxness hefur alltaf beitt sterkum mótsetningum, bæði í ritgerðum og skáldskap: „Þjóðfélagið" var ekki einusinni til þegar ég var að alast upp; við skulum vona að það sé til núna svo hægt sé að bæta það þó áritun þess sé óþekt og ekki hægt að fara í mál við það/ . . ./ Eitt er víst, að oft þegar menn tala um þjóðfélag, meina þeir stríðsfélag eða ó- friðarfélag, þar sem einlægt er verið að jagast og fljúgast á; annað ekki. (102-03) Hvort sem menn taka lýsingu skáldsins á „þjóðfélagi" okkar daga gilda eða ekki, þá er auðfundin samúð hans með hinu forna „stórheimili" sem hann var „svo heppinn að ná í skottið á“. Skýrum og furðulega minnisgóðum myndum er brugðið upp af ýmsum bæjum og fólki þeirra þar í sveit. Breytingar í lífsháttum og hugsun eru að sjálfsögðu að gera vart við sig. Þó að eldri venjur væru lífseigar, þá var samt æskufólk af sumum bæjum „að byrja að komast í snoðrænu af reykjavíkurmentun, en sjálfir höfðu bændur þá mentun sem reis á fornsögum og ættartölum og voru komnir útaf Agli Skallagrímssyni" (T 61). Laxnes var velstætt bú á mælikvarða þeirra tíma. En Halldór lýsir af hlýhug og aðdáun fátækum og barnríkum fjölskyldum þar í nágrenninu. Inngróin menntunarhefð og menntunarþörf voru ríkar í fari þessa fólks: „Fyrir mistúlkun orðsins hefur svona fólk verið kent við fátækt; mælt á aðra og sígildari stiku var fólk þetta ríkt; að minstakosti ríkara en við núna. Frost linaði um stund, og hið aldna tré skaut sprotum og umdi.“ (66) „Ekki þurfti nema eina kynslóð án húngursneyðar og upp rann höfðíngsfólk" (62), segir á einum stað, og nefnd eru þjóðkunn dæmi um menn og konur úr þessum kjörum sem náðu miklum árangri í lífinu. Þar er til dæmis Narfakotsfólkið, „ögn eldra en ég, og hvorki átti bolla né disk, og börnunum var skamtað á bert borðið, ellegar átu beint uppúr pottinum ef nokkuð var þá í honum, já og þótti gott“: „Meðal sjö barna sem upp komust urðu flest þjóðkunnugt mentafólk, sumt listamenn, sumt snillíngar í handiðn, sumt vann sér jafnvel nafn í útlöndum." (U 64-65) Þegar Halldór kemur fyrst til útlanda seytján ára gamall verður honum ljós geysimikill munur „á högum almenníngs á Islandi og í Danmörku". Hjá dönsku alþýðufólki kynntist hann „dúkuðum veisluborðum þess með postulíni silfurborðbúnaði og krásum; þetta 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.