Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
ömmu í Brekkukoti. Þau eru mótuð í hörðu samfélagi þar sem
einangrun, fátækt og baráttan við hungur og örbirgð setja mark sitt
á allt mannlíf. I slíku samfélagi er ekkert afgangs handa þeim sem
ekki standa sig; menn verða að bíta á jaxlinn, lúta ströngum
agareglum og miklum bælingum. Samfélagið er of hrjáð og bæling-
arnar of miklar til að hægt sé að leyfa einhverjar vangaveltur um
sálarlífið — og þess vegna eru ekki til orð eða hugtök yfir þau mál í
orðabók afa og ömmu. Veikleikar eru ekki leyfðir eða alla vega ekki
til umræðu í Brekkukoti. Hins vegar má ræða um hetjusögur og
ljóð.
Það eru engar kröfur gerðar í Brekkukoti, hvorki veraldlegar né
andlegar, enda lifir fólk þar lífi sem hafði verið nógu gott fyrir
landsmenn öldum saman. Brekkukotsfólk lifir reglubundnu lífi í
föstum skorðum, virðir rétt annarra til að vera smáskrýtnir og sýnir
engum manni áreitni. Þetta er sú lífsstefna sem Alfgrímur er alinn
upp við og vex að einhverju leyti frá í bókinni. Hinn kyrrstæði
heimur fyrir innan krosshliðið á sína dýrmætu menningu, sitt
sérstæða gildismat og sína töfra en hann byggir á sögulegum og
félagslegum forsendum sem eru að bresta á bókartíma.
Utan við krosshliðið er annar heimur, annar tími, annað samfélag.
Ný atvinnutæki eru að skapa breyttar efnahagslegar forsendur og
hugsunarháttur og gildismat manna er að breytast hratt. Það losnar
um hömlur og byrjar að skapast þörf fyrir nýja tjáningu og list-
sköpun; nýja menningu. Utan við krosshliðið eru miklir breytinga-
tímar að ganga í garð.
Georg litli Hansson lærir það af séra Jóhanni að það sé til einn
tónn sem sé hreinn. Séra Jóhann virðist eiga við manngildi þegar
hann talar um hinn hreina tón sem búi í öllum góðum mönnum,
þann tón sem aðeins fáum sé gefið að syngja. I augum Georgs og
síðar Álfgríms verður þetta æðsta takmark þeirrar listsköpunar sem
þeir vilja helga líf sitt. Georg er brautryðjandinn og því falla í hans
skaut bæði mistök og ómældir erfiðleikar.
Georg Hansson er hins vegar ekki einn höfundur sinnar eigin
harmsögu. Það kemur glöggt fram að hann hatar og fyrirlítur Gvend
Gúðmúnsen, manninn sem þykist vera „maecenas" hans (96—99,
262—264). Hann verður að kyssa opinberlega á höndina á Gúð-
múnsen og þakka honum krjúpandi fyrir að hafa gefið vonir og
196