Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 55
„I túninu heima “
Ein af þessum smásögum nefndist Kálfkotungsþáttur. En
aðalviðfangsefni hans um langt skeið var að reyna að ganga frá
sögunni af Þórði í Kálfakoti á stærri mælikvarða. Sú vinna sóttist
skáldinu seint, og hann var stundum vondaufur um árangurinn.
Þannig sat hann um tíma á sveitabæ í Bögesö á Suðursjálandi „við
glugga í algerðu ráðaleysi, hreyfíngarlaus einsog skarfur á skeri, og
var að hugsa um vandamálin hjá Þórði Kálf; en það var einsog
alviskan hefði lokað fyrir mér gáttum og seinast var ég orðinn eins
úttaugaður og öll fjölskyldan í Kálfakoti samanlögð af þessu
búhokri mínu á hennar vegum eftir óvissu umboði" (U 217). I
rauninni varð ekkert endanlegt reikningsskil við búskaparsögu ein-
yrkjans „fyren eftir sextán ár, að hann reis alskapaður og endurbor-
inn í Bjarti í Sumarhúsum" (218). En þá var úr hinum upprunalega
þætti orðin ein stórkostlegasta bændasaga sem hefur nokkurn tíma
birst á prenti.
I þessari fyrstu utanferð sinni rakst Halldór í bókakjallara í Höfn
á „kver eitt lítið og skitið eftir höfund sem átti frægu nafni að fagna í
heiminum“ (U 152): Inferno (1897) eftir August Strindberg. En
lestur þessa furðulega rits vakti hjá lesandanum grun um að hann
væri líklega „ekki nógu geðbilaður til að verða góður rithöfundur":
„Á minni æskutíð var það góð og gild kenníng að þeir snillíngar og
meistarar og alskonar séní sem menn trúðu á væru ekki með öllum
mjalla.“ (158) Auðsjáanlega fannst Halldóri höfundur Inferno fylla
allar sanngjarnar kröfur í þá átt. En hvernig sem því er varið:
Af rökum sem ég var ekki tilbúinn að útskýra, en fyrir einhverja
innri rödd, kanski eina af þeim röddum sem Strindberg átti við að rjá
í Inferno, en þó einkum undir ómótstæðilegum innra þrýstíngi, með
nokkrum hætti einsog dáleiddur af Inferno, sagðist ég ætla til
Svíþjóðar og nema til fullnustu túngumál þess manns sem bók hans
var aungri lík þeirra sem ég enn hafði augum borið. (160)
Svíþjóðarferð hans varð í þetta skifti ekki lengri en til Helsingja-
borgar hinumegin við Eyrarsund. En þar sat hann þennan kalda
vetur og las Strindberg, meðan hrímið á rúðunum í herbergi hans
var „eins þykt og flosið í hinum heimsfrægu sænsku rýamottum“
(180). Nú, eftir öll þessi ár, finnst honum það hafa verið „holl
reynsla að uppgötva vænghaf þessa fugls“: „Að lesa hann vekur sömu
173