Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 101
Ævintýr í Moskvu
hann til að setja upp slíka verksmiðju í grennd við Leningrad. Hann sagði
mér að hann væri undir ströngu eftirliti.
Þar sem ég hafði breytt um áætlun varð ég að kaupa miða á
brautarstöðinni í Leningrad en þá urðu miklir vafningar. Heimleiðis varð ég
svo samferða konu frá Finnlandi sem var frægur kommúnisti.
III
Frá Moskvu sendi Gunnar níu greinar í Politiken. Af þeim voru fimm
alllangar lýsingar á hátíðarhöldunum, stundum blandnar hugleiðingum um
mannlíf og pólitíska framvindu í Sovétríkjunum. Fjórar voru stuttar fréttir
af tilteknum atburðum.l)
Yfirleitt má segja að tónninn sé hlutlaus eða vinsamlegur í garð gestgjaf-
anna. Jafnvel bregður fyrir hrifni af sumum sýningaratriðum hátíðarinnar.
Frá þeim atburði, er varðliði stöðvaði Gunnar í ritun minnisgreina sinna,
segir hann í greininni „Til rod Parade paa den rode Plads“ í Politiken 9.
nóvember. Hann lýsir þar mikilli hersýningu á Rauða torginu og segir:
Til sidst slaar Artilleriet over i skarp Galop, Kanonerne ramler
oredovende af Staal mod Sten. . . paa dette Tidspunkt forbyder den
vagthavende Rodgardist paa Tribunen Politikens Korrespondent at notere
videre i sin Lommebog, men tillader ham naadigst at beholde det allerede
nedskrevne.
Síðan orðlengir hann ekki frekar um þetta atvik.
A löngum höfundarferli birti Gunnar Gunnarsson fá verk eða engin er
beinlínis verði talin bera vott um sósíalískar hugmyndir eða túlkuð sem
innlegg í pólitíska baráttu róttækra vinstrisinna. Einatt hafa
stjórnmálaskoðanir hans fremur verið kenndar við borgaralega íhaldssemi,
einstaklingshyggju og þjóðernisstefnu.
Ef til vill mætti helst tala um sósíalíska hneigð í fáeinum æskukvæða
Gunnars frá þeim árum er hann lifði við sult í Kaupmannahöfn, t.a.m. í
kvæðunum „Paa Gaden“ í Politiken 4. des. 1911; „Sultens 0jne“ í Politiken
5. des. 1911; „Arbejdersker“ í Politiken 8. des. 1911 og „Mellem graa
Fa$ader“ í Politiken 14. des. 1911.
Þá fara friðarhugsjónir Gunnars við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar
mjög saman við pacifískar hugmyndir sósíalista á þeim árum.
Þegar árið 1912, 24. nóv., birti hann í Hjemmet kvæði sitt, „Blod!. . .
mere Blod!“, válega spásögn um komandi hildarleik, þrungið beiskri ádeilu
á brjálsemi vígbúnaðar og stríðsrekstrar. Það hefst á þessu erindi:
219