Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 101
Ævintýr í Moskvu hann til að setja upp slíka verksmiðju í grennd við Leningrad. Hann sagði mér að hann væri undir ströngu eftirliti. Þar sem ég hafði breytt um áætlun varð ég að kaupa miða á brautarstöðinni í Leningrad en þá urðu miklir vafningar. Heimleiðis varð ég svo samferða konu frá Finnlandi sem var frægur kommúnisti. III Frá Moskvu sendi Gunnar níu greinar í Politiken. Af þeim voru fimm alllangar lýsingar á hátíðarhöldunum, stundum blandnar hugleiðingum um mannlíf og pólitíska framvindu í Sovétríkjunum. Fjórar voru stuttar fréttir af tilteknum atburðum.l) Yfirleitt má segja að tónninn sé hlutlaus eða vinsamlegur í garð gestgjaf- anna. Jafnvel bregður fyrir hrifni af sumum sýningaratriðum hátíðarinnar. Frá þeim atburði, er varðliði stöðvaði Gunnar í ritun minnisgreina sinna, segir hann í greininni „Til rod Parade paa den rode Plads“ í Politiken 9. nóvember. Hann lýsir þar mikilli hersýningu á Rauða torginu og segir: Til sidst slaar Artilleriet over i skarp Galop, Kanonerne ramler oredovende af Staal mod Sten. . . paa dette Tidspunkt forbyder den vagthavende Rodgardist paa Tribunen Politikens Korrespondent at notere videre i sin Lommebog, men tillader ham naadigst at beholde det allerede nedskrevne. Síðan orðlengir hann ekki frekar um þetta atvik. A löngum höfundarferli birti Gunnar Gunnarsson fá verk eða engin er beinlínis verði talin bera vott um sósíalískar hugmyndir eða túlkuð sem innlegg í pólitíska baráttu róttækra vinstrisinna. Einatt hafa stjórnmálaskoðanir hans fremur verið kenndar við borgaralega íhaldssemi, einstaklingshyggju og þjóðernisstefnu. Ef til vill mætti helst tala um sósíalíska hneigð í fáeinum æskukvæða Gunnars frá þeim árum er hann lifði við sult í Kaupmannahöfn, t.a.m. í kvæðunum „Paa Gaden“ í Politiken 4. des. 1911; „Sultens 0jne“ í Politiken 5. des. 1911; „Arbejdersker“ í Politiken 8. des. 1911 og „Mellem graa Fa$ader“ í Politiken 14. des. 1911. Þá fara friðarhugsjónir Gunnars við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar mjög saman við pacifískar hugmyndir sósíalista á þeim árum. Þegar árið 1912, 24. nóv., birti hann í Hjemmet kvæði sitt, „Blod!. . . mere Blod!“, válega spásögn um komandi hildarleik, þrungið beiskri ádeilu á brjálsemi vígbúnaðar og stríðsrekstrar. Það hefst á þessu erindi: 219
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.