Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 63
Innan og utan við krosshliðið eitthvað allt annað? Hvað getum við haft til marks um það að við eigum að trúa textanum? Robert Scholes og Robert Kellogg segja eftirfarandi um íroníu:3 Ironía er alltaf afleiðing af misskilningi. Alls staðar þar sem einn maður veit eða skilur meira eða minna en annar, hlýtur íronía annaðhvort að koma til sögunnar eða geta gert það. I öllum tegund- um frásagnarlistar eru í stórum dráttum þrenns konar sjónarhorn; persónanna, þess sem segir frá og lesanda/áheyrenda. Um leið og frásögnin þróast og verður fágaðri bætist fjórða sjónarhornið við með því að upp kemur skýr greinarmunur á þeim sem segir frá annars vegar og höfundinum hins vegar. Ironía í frásögn er fólgin í misræmi á milli þessara þriggja eða fjögurra sjónarhorna. Og rithöf- undar hafa alltaf verið meira en fúsir til að nýta slíkt misræmi til að kalla fram ýmiss konar áhrif. Þetta er að mínu viti býsna góð úttekt á íroníu. Að vísu má segja að þetta sé nokkur einföldun; við gætum bent á setningar, tilsvör og textabrot þar sem undir- eða hliðarmerkingar gera textann íronískan — án þess að beint misræmi sé skapað. En ég held þó að langoftast finnum við misræmi af einhverju tagi þar sem íronía er á ferðinni. Það er svo önnur saga að þetta misræmi getur leynt svo á sér að lesandi þurfi að taka á honum stóra sínum til að sjá hvert söguhöf- undurinn er að fara. Og hér verður að víkja að enn einum skilningi á hugtakinu íroníu. Eg held að það sé ekki óalgengt að menn leggi þann skilning í hugtakið að kjarni þess felist í nokkurs konar kaldhæðni; kuldalegur hálfkæringur hins íroníska höfundar sé þess eðlis að hann höfði ekki beint til samúðar og ótta eða reiði lesenda, höfundur snúi sér ekki til lesanda síns í einlægni heldur snúi beinlínis baki við honum.4 Eg held hins vegar að þetta geti aldrei skoðast sem kjarni íroní- unnar. Hinn íroníski höfundur verður alltaf að treysta því að lesandinn lesi á milli línanna, treysta á góðan lestur hans og næmi og höfða til þess sem hann vonar að þeir lesandinn eigi sameiginlegt svo að þeir skilji hvor annan. Hinn íroníski höfundur sýnir þannig lesanda sínum jafnvel enn meira traust með því að tala óbeint til hans en höfundurinn sem talar beint til lesanda síns með persónum og atburðum sögunnar. 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.