Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
ómögulegt. Hugsum okkur að Biblían hafi verið skrifuð af höfundi,
gerirðu þér grein fyrir „lítillæti" hans. Vinurinn gerði sig líklegan til að
smíða fullkomnari heim en sjálfur Drottinn hafði skapað. Söguleg átök
það.
Fyrirmynd bans hefur þá verið Drottinn.
Hann ætlaði sér fram úr Guði. I dag miðast allt við að keppa um bók-
menntaverðlaun, bókmenntasamkeppnina, hugsunarháttur sem ber í sér
bráða hættu fyrir höfunda. Auðvitað eiga bókmenntaverðlaun rétt á sér
sem ein leið til að bjargast af og gera auk þess kleift að uppgötva hæfileika
sem ella hefðu ef til vill ekki náð fram vegna verslunarsjónarmiða auðvalds-
landanna. En keppni um verðlaun ber í sér þá hættu að höfundarnir fari að
skrifa eingöngu til að vinna hana. Hún verður markmið í sjálfu sér og þeir
hespa hlutunum af í kapphlaupi við skilafrest. Sigurvegarinn er „sá besti í
dag“, en ekki sá sem reyndi að komast fram úr Cervantes og Shakespeare.
Hefur þú ekki tekið þátt í bókmenntasamkeppni?
Jú, en það voru hlutir sem ég hafði lokið við að skrifa. Viltu að ég segi
þér frá þessum tveimur skiptum sem ég tók þátt í bókmenntasamkeppni?
I fyrra skiptið var um að ræða sögu sem nefndist Daginn eftir laugardag.
Arið 1954 átti sér stað í Kólombíu „Landskeppni í bókmenntum" eða
eitthvað í þá veru og svo virtist sem gæði þátttakenda stæðu lágt. Því var
brugðið á það ráð að leita uppi höfunda sem kynnu að hafa undir höndum
texta til að hækka standardinn. Þá er það að vinur minn einn kemur að máli
við mig og segir: „Þú stendur með pálmann í höndunum, sendu hvað sem
er og þú færð verðlaunin, standardinn er svo lágur að við lítum ekki við því
sem komið er“. Þannig atvikaðist að ég sendi inn sögu sem ég hafði þegar
lokið við að skrifa og fékk verðlaunin.
Og síðara skiptið?
Þá var það Dauðastundin, bók sem ég hafði byrjað á í París en lagt til
hliðar af því hún var ekki alveg á hreinu. Til Karakas kom ég aftur 1958 og
hélt áfram að vinna. I millitíðinni skrifaði ég Liðsforingjanum berst aldrei
bréf sem ég er ekki í vafa um að er mín besta bók. Ég meina það, þetta er
ekki grín, ég neyddist til að skrifa Hundrað ára einsemd til að Liðsforingj-
anum berst aldrei bréf yrði lesin, hún gekk alls ekki. Dauðastundina
skrifaði ég í ígripum og þegar ég sneri aftur til Karakas frá Evrópu, hafði ég
handritið með mér í vöndli og bundið utan um með hálsbindi. Það hlýtur
að hafa verið síðasta bindið mitt því síðan hef ég ekki borið bindi. Um
þetta leyti giftist ég Mercedes og þegar hún byrjar að taka til í húsinu rekst
hún á blaðastranga í hálsbindi og spyr: „Hvað er þetta?“ Eg segi henni að
þetta sé skáldsaga en til einskis nýt og eins gott að fleygja henni og vera þar
með laus við hana því að ég var með aðra hluti í siktinu. Ég var snúinn aftur
136