Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar
Sumarhúsum með dauðvona Ástu Sóllilju í fanginu og börn hennar
og ömmu í eftirdragi, útilegumaðurinn uppmálaður?
Það kemur nú í ljós að Felsenborgarsögur, „hræsnisfullur bruna-
samsetníngur eftir nafnlausa þýskara frá 18du öld“, er gamall kunn-
ingsskapur Halldórs frá bernsku, „úr eigu Böðvars lángafa míns“. En
drengurinn „vissi ekki fyren róbínsonaróðurinn og reisubókin í
þessari druslu síaðist inní mig og ég var farinn að skrifa svona sjálfur“
(T 195). Laxness notfærir sér þetta honum gamalkunna efni snilldar-
lega þegar hann lætur í fyrsta bindinu um Ljósvíkinginn lestur
Felsenborgarsagna verða sameiginlegt áhugamál þeirra Olafs Kára-
sonar sveitarómaga og Magnínu heimasætu, með í senn broslegum
og sorglegum afleiðingum í sambandi einmana pilts og jafn einmana
stúlku.
Bakvið þáttinn um tukthúsvist Olafs í höfuðstaðnum virðast
meðal annars liggja endurminningar af æskudvöl höfundarins í
Reykjavík. I húsi á Vegamótastíg segist hann oft hafa numið staðar í
miðjum stiga og litið útum glugga „sem vissi útí tukthúsgarðinn“, til
að „gá að mönnum sem voru að bæta fyrir brot sín með því að lifa
rólegu og skemtilegu lífi“. Innanum hóp, „sem bersýnilega saman-
stóð af smáglæpamönnum og fíflum sem brjóta búðarglugga sakir
algers misskilníngs á glæpamensku", mátti einnig sjá þar ögn stór-
kostlegri glæpamann, sem dvaldi í þessum stað til lengri tíma:
„Hann var þarna þegar ég gáði fyrst útum stigagluggann og hann var
þarna líka þegar ég gáði síðast; ég sé hann nákvæmlega fyrir mér
enn“. En Halldór „lék Bach á orgelið“ í húsinu á Vegamótastíg í fullri
vissu þess að hann væri þar með að skemmta „einnig þessum
glæpamanni, hvortheldur hann hafði nú falsað steðja eða drepið
mann“. „Nú er lángt síðan“, segir höfundurinn, „en tíðum verður mér
litið um hæl með altaðþví trúarlegri heimþrá til þessara múra sem
voru ekki ókleifir nema í þykjustunni; og til þessa eina manns“ (S
129-30). Þessi reynsla hans í æsku hefur greinilega verið lifandi í
huga hans, þegar hann samdi mörgum árum seinna tukthúsþáttinn í
Fegurð himinsins. Það er sama sérkennilega og dularfulla sam-
blandið af ró og trega, jafnvel af eilífð hinumegin tímans, bæði í
skáldsögunni og endurminningunni um „veruleikann".
I fyrsta kafla Brekkukotsannáls segir innvirðulega frá klukku
heimilisins, smíðaðri af „herra James Cowan sem li'fði í Edínaborg
176