Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar sambandi sínu við Jón Pálsson frá Hlíð segir hann í beinni ræðu frá orðum Ludvigs Guðmundssonar skólastjóra við Jón, en bætir svo við: „Undirritaður tekur lesendum vara fyrir að halda að hann hafi legið á hleri undir borðinu þegar þetta samtal fór fram — eða réttara sagt fór ekki fram fremuren önnur samtöl í bókum“ (Ú 240). Hér er þá um „skáldskap" að ræða. En sami kafli hefst á almennri athugasemd um eðli lífs og „veruleika“ annarsvegar og skáldsögu eða sjálfsævisögu hinsvegar: I skáldsögu teingjast hlutir eftir gildum rökum, jafnvel lögmálum; annars verður eingin skáldsaga. I lífinu ríkir lögmál sem heitir stráið í vindinum. Fjarstæða er eingin til í lífinu nema sönn saga. Sögu sín sjálfs getur einginn sagt, hún verður því meira þrugl sem þú leggur meira á þig til að vera sannsögull./ . . . / Jafnvel algeingustu hlutir í ævi þinni verða leyndardómur sem ekki verður að komist (236). Þetta er ef til vill ögn öfgakennt, einsog reyndar margar staðhæfing- ar höfundarins fyrr og síðar. En hann notar slíka aðferð til þess að varpa ljósi á ótvíræðan sannleika. Nöktustu staðreyndir í lífi manna, eða í lífinu yfirleitt, er kannski hægt að ákveða á nokkurn veginn hlutrænan og almennt viðurkenndan hátt. En úr þeim verður engin heild, engin skiljanleg merking, nema ímyndunarafli sé beitt, já, hversvegna ekki skáldskap. Laxness veit að hann, einsog aðrir, á þann kost einan að lýsa „veruleika" manna útfrá persónulegri reynslu, frá eigin sjónarhóli. „Sannleikurinn", hinn fulli og endanlegi sannleikur, ef nokkur er, gengur okkur alltaf úr greipum. Skáldið hefur annarsstaðar lýst einmitt þessum kjörum mannlegs skilnings á eftirminnilegan hátt. Þegar biskupsfrúin í Hið Ijósa man spyr Arnas Arnæus, hvort „til geti verið tvennskonar réttur sannleikur, annar fyrir suðurheim, hinn fyrir norðurheim“, þá svarar hann með þessari líkingu: „Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrángi ef maður sér austaná það, Ogaungufjall ef maður stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta“ (147- 48). Varla verður betur lýst eðli afstæðrar mannlegrar þekkingar. A margan hátt verður lesandinn einnig var við handbrögð skáld- sagnahöfundar í sjálfri meðferð efnisins. Það má til dæmis benda á snilld hans að ljúka kafla. Frásögninni af flutningi fjölskyldunnar frá Reykjavík að Laxnesi lýkur með því að presturinn sjálfur er kominn 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.