Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 69
Innan og utan við krosshliðið honum hafa verið gefnar um Garðar Hólm. Ennþá trúir hann þó að Garðar og hinn hreini tónn heyri hvor öðrum til. Söguhöfundur notar hrekkleysi Alfgríms hér sem annars staðar til að virkja lesanda og koma upplýsingum á framfæri. Myndin sem litla fröken Gúðmúnsen „finnur“ og grunsemdir hennar (bls.171 — 174) tengjast hörðum og meiddum höndum óperusöngvarans, og lesandi hefur fengið ný brot úr sögu Garðars. Eftir aðra heimkomu Garðars Hólms má sjá að viðhorf Álfgríms til hans hafa breyst. Hann grunar nú að margt af því sem sagt er um Garðar sé rangt og virðist fyllast einhvers konar tómlæti. Honum finnst nú óþarft að lesa grein um söng Garðars í Sánktipéturskirkj- unni til enda og spyrji einhver hann um Garðar Hólm er hann sjálfur farinn að fara undan í flæmingi — eins og honum var svarað forðum: Heldurðu að það sé þá lýgi að hann hafi súngið fyrir páfann, sagði stúlkan. Ég veit það ekki, sagði ég. Hver var viðstaddur þegar Jesús frelsaði heiminn? (235) Þegar Garðar Hólm kemur heim í þriðja sinn horfir Álfgrímur öðrum augum á hann en áður. Hann lýsir óróleika Garðars og duttlungum en skilur ekki hvers vegna hann hagar sér þannig. Hugtakið „taugaveiklun“ er trúlega ekki til í orðabók Brekkukots- fólksins en lýsingar Álfgríms (239—242) segja okkur eitthvað í þá veru. Álfgrím grunar nú að Garðar sé ekki allur þar sem hann er séður en hann hefur alist upp við goðsögnina um Garðar Hólm og getur ekki losað sig við hana eins og ekkert sé. Hann hefur heldur aldrei heyrt Garðar syngja og á þessu stigi málsins er hann ráðvilltur og veit ekki hverju hann á að trúa. I fjölskyldu- og vinaboði Gúðmúnsens magnast efasemdir Álf- gríms. Hann finnur að það eru blikur á lofti og allt í einu hefur Garðar Hólm, óperu- og veraldarsöngvari, upp raust sína og syngur: Altíeinu var sem stigi frammúr myrku óframúrráðanlegu glotti saungvarans hispursfull meykellíng, og tók til að væla í ámátlegri falsettu rassambögu nokkra undir hinu sama lagi úr Don Gio- 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.