Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar gert á langri ævi það sem þessi maður gæti gert á einni nóttu, og að lokum fordæmdu þær þá í innstu fylgsnum hjartans sem heimsins litlausustu og lítilmótlegustu verur. I þessum völundarhúsum ímynd- unaraflsins voru þær að villast þegar elsta konan í hópnum, sem hafði virt líkið sjórekna fyrir sér af meiri samúð en ástríðu, einmitt vegna þess að hún var elst, andvarpaði og sagði: —Hann lítur út fyrir að heita Stefán. Þetta var satt. Flestum nægði að líta á hann einu sinni enn til að skilja að hann gat ekki heitið neinu öðru nafni. Þær þrjóskustu, sem einnig voru þær yngstu, héldu fast í þá blekkingu að þegar hann væri klæddur og lægi meðal blómanna með lakkskó á fótum gæti hann allt eins heitið Látaró. En þessi blekking var einskis verð. Segldúkur- inn reyndist af skornum skammti, illa sniðnar og enn verr saumaðar buxurnar stóðu honum á beini og leyndur kraftur hjarta hans sprengdi utan af sér skyrtuhnappana. Eftir miðnætti blés vindurinn hægar og yfir hafið lagðist miðvikudagsværð. Þögnin batt enda á síðustu efasemdirnar: Þetta var Stefán. Konurnar sem höfðu klætt hann, greitt honum, skorið neglur hans og skafið af honum skeggið gátu ekki bælt niður samúðarhroll þegar þær sáu sig tilneyddar að láta hann liggja á gólfinu. Það var þá sem þær skildu hve óhamingju- samur hann hlaut að hafa verið með þennan alltof stóra skrokk sem var honum jafnvel dauðum til trafala. Þær sáu hann fyrir sér, dæmdan til að ganga kengboginn um allar dyr, reka sig uppundir, standa upp á endann í öllum heimboðum án þess að vita hvað hann átti að gera við mjúkar og bleikar hafuxahendur sínar meðan húsfreyjan leitaði að traustasta stólnum og grátbað hann, skjálfandi af hræðslu, að setjast nú endilega, Stefán gerið mér þann greiða, og hann hallaði sér upp að veggnum og brosti, engar áhyggjur frú, það fer ágætlega um mig hér, með hælsæri og brennheitt bak af að endurtaka þetta í öllum heimboðum, engar áhyggjur frú, það fer ágætlega um mig hér, bara til að lenda ekki í því neyðarlega klandri að brjóta stólinn, og kannski án þess að komast nokkurntíma að því að þeir sem sögðu við hann farðu ekki Stefán, bíddu að minnsta kosti eftir kaffinu, voru þeir sömu og hvísluðu síðar þarna fór stóra fíflið, það var gott hann fór, fallegi bjáninn. Þannig hugsuðu kon- urnar í návist líksins rétt fyrir dögun. Seinna, þegar þær breiddu klút yfir andlit hans til að ljósið truflaði hann ekki, sáu þær að hann var 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.