Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
sjálfstæða tilveru. En í rauninni eru hér engin skýr takmörk. í
þessum minningarbókum um mikinn fjölda manna, skrásettra í
„veruleikanum", og um „sannsögulega" atburði úr lífi skáldsins er
margur angi að nýjum skáldsögum.
Að lokum
A einum stað segir höfundurinn frá atviki sem nú eftir marga áratugi
kann að sýnast táknrænt. Vormorgun einn, þegar hann var sjö ára,
vekur faðir hans son sinn og gefur honum
póstkort með mynd af dönsku málverki af Gunnari á Hlíðarenda,
þar sem hetjan stendur við hólmann á sandinum og ræður við sig að
snúa aftur. Aftaná kortið hefur faðir minn skrifað þessa einföldu
minníngu við son sinn: „Elsku Dóri minn, hérna gef ég þér mynd af
Gunnari á Hlíðarenda. Gunnar vildi heldur snúa aftur og etja við
erfiðleikana heima en hverfa burt úr landi. Þinn pabbi.“
Þessum orðum fylgir eingin skýríng og ég hef aldrei vitað beina
orsök til þess að þau voru skrifuð. (T 172-73)
En ef til vill hefur föður hans snemma grunað að leið sonarins
mundi liggja út í heiminn, „burt úr landi“. Ef svo var mætti segja að
hann hafi orðið sannspár — að vissu leyti. Sem ungur rithöfundur
var Halldór frá Laxnesi ákveðinn í að verða „nútímamaður“. Hann
kynntist Evrópumenningu og bókmenntum síns tíma og sá stund-
um Island úr fjarska. Gagnrýni hans á landa sína, erfðavenjur þeirra
og skoðanir, gat verið vægðarlaus. En þegar rykský átakanna eru
svifin hjá sést betur hve tryggð hans við land og þjóð hefur verið
órjúfanleg. Arfurinn frá túninu heima hefur verið honum í blóð
borinn og orðið þyngstur á metunum. Bækur hans um æsku sína
veita okkur skilning á hversvegna svo varð — og aldrei gat öðruvísi
orðið.
I samantekt minni hér að framan er ef til vill fullmikið af
tilvitnunum í orð skáldsins sjálfs. En það er kannski skiljanlegt.
Bókmenntaleg „gagnrýni“ á „þessum smábókum fjórum", eða „rit-
dómur“ um þær, virðist einhvern veginn út í bláinn. Hver er dómbær
um gildi þessara endurminninga nema höfundurinn sjálfur? Ef
manni kann stundum að finnast sumt á þessum blöðum dálítið
tilviljunarkennt eða sundurlaust, þá er spurningin: hvað er tilviljun í
178