Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 8
Tímarit Máls og menningar við hvorttveggja. En fjölmiðlaiðnaðurinn, yfirráð yfir senditækjum og fram- leiðsla fjölmiðlaefnis er í rauninni enn mikilvægari fyrir auðvaldið en t. d. bif- reiðaiðnaðurinn, vegna þess að hann seilist ekki bara eftir yfirráðum yfir fjár- munum fólks, afrakstrinum af striti þess, heldur einnig yfir hug þess. Hið heimsvaldasinnaða bandaríska auðvald hefur lengi skilið þetta og hefur meðvit- að unnið að því að brjóta á bak aftur yfirráð einstakra þjóða á markaðs- og áhrifasvæði sínu yfir útvarpi og sjónvarpi (ætli við könnumst nokkuð við það?), og hafa náð miklum árangri víða um heim. (Um þetta má lesa í bók Raymond Williams: Television: Technology and Cultural Form, bls. 39—43, og þar er aftur vísað til nánari upplýsinga í H. I. Schiller: Mass Communica- tions & American Empire. New York 1970). Það er tiltölulega auðvelt að sjá hvert stefnir ef ekki er spornað við. Stöðluð framleiðsla alþjóðlegs skemmtiiðnaðar leggur undir sig æ meira af þeim tíma sem fólk er ekki við vinnu: gegnum litlar útvarpsstöðvar í þéttbýli sem hafa að aðalinntaki popp og auglýsingar (þær geta reyndar náð inn í vinnutíma margra); gegnum heimilisvideo sem hefur aðgang að tiltölulega ódýru myndbandaefni; gegnum línusjónvarpsstöðvar sem senda sams konar efni; og væntanlega innan mjög langs tíma gegnum gervihnattasendingar. Eftir þessum brautum er ekki eingöngu miðlað skemmtun eða dægrastyttingu, neysla og vörudýrkun er efld með auglýsingum, og heimsmynd sú, sem kemur sér best fyrir alþjóðaauðvaldið, er styrkt í sessi, ekki síst í þágu hergagnaframleiðslunn- ar. Það er vitaskuld ekki bara alþjóðlegt auðvald sem notar tæknina með þessum hætti. Hún er líka notuð til að framleiða og miðla heimsmynd ráðandi afla í Sovétríkjunum á áhrifasvæði þeirra, og Kínverjar fara eins að. Það er ekki tilviljun að skipting heimsins í pólitísk, hernaðarleg, viðskiptaleg og fjarskipta- leg áhrifasvæði helst í hendur. Helstu mótvægi gegn bandarísku forræði í fjarmiðlun hefur verið algert eða takmarkað forræði ýmissa vestrænna ríkja yfir útvarps- og sjónvarpssending- um innan eigin landamæra. Gegn því er nú ráðist, ekki bara hér á landi heldur miklu víðar. Þegar hugleidd eru viðbrögð við þeirri árás má hvorki einblína á pólitíska þætti hennar né þá tæknilegu. Tækniþróunin hefur breytt aðstæðum og nýja tækni er hægt að hagnýta til góðs. Þess vegna er fjarstæða að berjast gegn tækninni sjálfri. Jafnmikil fjarstæða er að telja tæknina góða í sjálfri sér, hvernig sem hún er notuð. Hagnýting tækninnar er pólitísk, eins og þegar hefur verið sýnt fram á. Það er barnaleg einfeldni, og stórhættuleg, að líta á tæknina sjálfa sem óviðráðanlega frumorsök þeirrar þróunar sem nú gengur yfir okkur. Astæðulaust er að mikla fyrir sér ágæti ríkisútvarpsstöðva eða ríkissjón- varpsstöðva á Vesturlöndum, og þá ekki hér á landi. Alþjóðlegur skemmtiiðn- aður hefur sterk ítök í dagskrám þeirra og vitaskuld verða þær aldrei róttækari né frjálslyndari en ráðandi pólitísk öfl í þessum löndum geta unað. Þrátt fyrir þetta eru þær frjálsustu eða öllu heldur frjálslyndustu fjölmiðlar af sínu tagi, 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.