Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 107
Ævintýr í Moskvu
IV
Sér þá Moskvufararinnar nokkurn stað í skáldskap Gunnars?
Arið 1931 kom út smásagnasafn hans Verdens Glæder og þar birtist
sagan „Rundt om Kreml“.
Þetta er gamansöm smásaga um dálítið næturævintýr íslensks skálds í
Moskvu.
Islendingurinn Símon Pétursson hefur um þriggja vikna skeið verið á
ferðalagi um Sovétríkin
[-------] og gennemtravet Leningrad og Moskva sammen med en Flok
andre, mere eller mindre bolsjevistiske Studenter, Nordmænd, Danske og
Svenske; og saa en Landsmand til. Men han var Teolog.5)
Stúdentasendinefnd þessi hefur upp aftur og aftur verið leidd um
verksmiðjur, skóla, sjúkrahús, fyrirmyndar-búgarða, hæli handa ungum,
gömlum og fávitum, kaupfélagsbúðir o.s.frv. Allan tímann hefur Símon
Pétursson þagað:
Stum og from havde han ladet sig slæbe med alle vide Vegne. Stum og
from havde han været Vidne til de evig genopdukkende og for Udenforstaa-
ende ubegribelige Tvistigheder mellem den norske og den danske Delega-
tion; Tvistigheder, sem havde taget en ekki ringe Del af den fra begge Parter
som „kostbar" betegenede Tid, krævet flere langvarige Plenarmoder, udartet
til hidsige Ordskifter, barnlige som i Skolen — og nu og da kostet Dan-
skerne og ham en Frokost, naar de daskende var modt lige i det Ojeblik,
Nordmændene rejste sig fra Bordet [. . ,].‘)
Nú er komið að síðasta kvöldi sendinefndarinnar í Moskvu og hún er að
ganga inn á hótel sitt. Þá tekur Símon Pétursson þá ákvörðun að freista
þess að sjá eitthvað af raunverulegu rússnesku mannlífi;
Nej, det kunde ikke siges at være for tidligt at tage fat, skulde han undgaa
at rejse tilbage som en lige saa stor Idiot, som enhver af de andre. Her gjaldt
det hans Sjæl. Hans og Ruslands Sjæl! Sandelig, om det var for tidligt. . .7)
Hann snarast upp í hestvagn, sem bíður við hótelið, og býst til að aka
brott. Landi hans guðfræðingurinn verður skelfingu lostinn en Símon
Pétursson kveðst ætla að sjá Rússland, heilsa upp á Gorkí, e.t.v. steypa
ráðstjórninni.
Eftir nokkurt múður í nefndinni láta menn Símon Pétursson fara sínu
fram með orðum nefndarformannsins: „Lad ham bare more sig. Han
kommer ikke noget til. Han er Lyriker!“8)
225