Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar Það sem hér hefur verið tilfært um ömmu höfundarins kann að virðast meinlausar skrýtlur um sérkennilega gamla konu. En í hans augum á mannlegt eðli hennar og framkoma sér djúpar rætur í ævagamalli menningu Islands. Hann segir frá síðasta fundi þeirra í Laxnesi. Amma hans, á tíræðisaldri, klæddi sig uppúr körinni og tók á móti mér í sæti sínu einsog Auður djúpúðga þegar ég kom heim úr lángri utanlandsvist; hún skrafaði við mig leingi dags svo mér leiddist ekki, með öðrum orðum konverseraði mig einsog hirðkona, og var dáin um leið og ég var farinn útúr húsinu. Og hann bætir við þessum háfleygu orðum, þar sem amma hans verður að tákni dulrænnar fortíðar: „Oft dvelst mér enn í dag við að horfa á hina fátæklegu mynd af konunni, frá frumöld fótógrafíunnar á Islandi, en undrast þetta andlit, sem hefur komið til mín framanúr myrkri aldanna þar sem öll slys hafa orðið og alla ógæfu borið að höndum.“(Ú 135) Auðvitað mætum við líka föður Halldórs og móður á þessum blöðum. En í kaflanum „Hjónin í Laxnesi" (T) er dregin upp mynd af þeim báðum, og þá stundum vitnað í annarra manna ummæli til staðfestingar. Um móður sína segir Laxness hér að „hún var með öllu laus við tilfinníngasemi, líklega af því hvað hún var mikil tilfinníngamanneskja“ (99). Hún hefur auðsjáanlega verið heldur ómannblendin og kann ef til vill á yfirborðinu að hafa virst ögn kaldlynd. En af viðmóti hennar gagnvart bágstöddu fólki segir sonurinn þessa sögu: Einusinni kom kona til móður minnar í vondu veðri að kvöldi dags um hávetur meðan hún bjó ekkja í Laxnesi, og baðst gistíngar. Þessi kona tók uppá að ala barn um nóttina. Konu þessa og barn hennar lét móðir mín ekki frá sér fara fyren sumarið eftir, enda hefur kanski ekki blasað mikið býlífi við þeirri konu. Þær urðu vinkonur ævi- lángt. (99-100) Manni dettur í hug svipað atriði í skáldsögunni um Brekkukot og sá andi sem ríkir í því húsi — sjálfsögð hjálpsemi gagnvart náunganum, en fáorð, fjarri „oftjáníngartímum einsog okkar“ (T 116). Þáttur um foreldra skáldsins endar á því að segja frá atviki í veislu 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.