Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 73
Innan og utan við krosshliðið í næsta tölublaði má lesa nýtt skrif eftir Garðar Hólm, og stóra myndin er enn fyrir ofan: Innvirðulega og af heitu hjarta flyt ég þeim feðgum herra útvegs- og dannebrogsmanni Jóni Guðmundssyni nýlenduvörukaupmanni svo og syni hans stórkaupmanni og stórriddara G. Guðmundsen fyrir fé sem þessir gáfuðu framfaramenn, ættjarðarvinir og samlandar mínir létu af hendi rakna þegar úngur íslendíngur lagði kvíðandi og andvarpandi á bratta sem aldrei áður var farinn af hérlandsmönnum, enda fátt í malpokanum utan dirfska vonarinnar. Skilníng á viðleitni lítils dreings sem frá upphafi trúði á rödd Islands í kór heimsins þakka ég þessum góðu feðgum og sönnu íslendíngum og dannebrogsmönnum: „það er von mín að íslendíngar hljóti þann saung sem land þeirra verðskuldar.“ Virðíngarfylst Garðar Hólm. (112) Gúðmúnsen myndi þó tæpast fara að standa í slíkum stórræðum í menningarmálunum aðeins til að upphefja sjálfan sig. Hann hefur fullan hug á að græða peninga í leiðinni. „Við sem seljum fiskinn", segir hann, höfum . . . . . . hafið upp harðsnúna mentunarhandkurru í þjóðlífinu til að sýna og sanna innávið og útávið að við séum sá aðilji sem ekki aðeins heisir þann gráa úr sædjúpunum, heldur bindur slaufu á þennan gemlíng fyrir gervöllum heimi einsog þar stendur: er ging in ein Wirtshaus hinein um zu Mittag zu essen. (257) Innávið má nota Garðar Hólm til að vekja þjóðerniskennd með fólkinu. Það á að vera þjóðerniskennd sem Gúðmúnsen getur stýrt og stangast ekki á við hagsmuni hans. A þessum tímum var verið að stofna verkalýðsfélög á mölinni og veitti ekki af að beina hugum fólksins að þjóðerniskenndinni. Mögulega yrði verkafólki Gúð- múnsen líka sultarlífið og þrældómurinn hugstæðari ef saltfiskurinn hefði slaufu. Og í samræmi við þetta hlutverk Georgs Hanssonar sem verðandi þjóðarstolts Islendinga er honum fengið lista- mannsnafnið Garðar Hólm, sem óneitanlega minnir á hið forna nafn Islands, Garðarshólmi. Útávið er Garðari ætlað annað hlutverk sem Gúðmúnsen hefur líka hugsað til hlítar. Saltfiskurinn hans er góð vara og dýr í flutningum en það skiptir ekki höfuðmáli. Saltfiskurinn er svolítið hlægileg vara og seljendur hans eru kallaðir „saltfisksgreifar" — þeim 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.