Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
væru sjálfum sér til óþurftar og öllum íslendíngum til skaða skap-
raunar og skammar". Þetta væri ekkert „skemtiferðaskip auðnu-
leysíngja og einhverskonar strokumanna sem lægju í ómensku og
væru annarra manna brauðbítar" (117-18). En þrátt fyrir allt. Þegar
Halldór síðhaustis 1920 hafði sest að sem heimiliskennari í Dilksnesi
hjá „Birni bónda og yfirbókara kaupfélagsins á Höfn“ (184), lýsir
hann stöðu sinni þannig: „Eg hafði flúið frá öllum óleystum vanda-
málum mínum útí bláinn. I raun var ég kominn til Grikklands með
asnann einsog ég hafði ætlað og eftir þeirri för skal þessi bók heita“
(187-88).
Þessi bókaflokkur myndar tiltölulega vel afmarkaða heild í hinum
langa ritferli Halldórs Laxness. En hvaða tegund bókmennta er
þetta? Hverskonar heim er hann að endurskapa hér? A titilblaði
Sjömeistarasögunnar lýsir hann þessum bókum sem „samstæðum
skáldsögum í ritgerðarformi (essay roman) þar sem höfundur viðar
að efni frá æskutíð sinni til tvítugs“. En á öðrum stað ber hann aðferð
sína saman við það „sem nú er að verða ,síðasta tíska' í bókmentum",
og sem mætti nefna á íslensku „bókmentalega blaðamensku eða
skáldsögu í greinaformi. Hugsjónin er að gera blaðamensku fagur-
fræðilega; hefja hana til listgreinar innan bókmentanna". I því
sambandi er minnst á „tvo liðtæka amrikumenn, Truman Capote og
Norman Mailer“ (Ú 153).
Sá samanburður, eða tilvísun, finnst mér varla nógu sannfærandi.
Laxness mun hér eiga við bækur um efni einsog mótmælafund gegn
Víetnam-stríðinu, forsetakosningu í Bandaríkjunum (Mailer), og
æsandi morðmál (Capote). Þetta er í eðli sínu „fréttnæmt", efni í
blaðagreinar. I „essay roman“ sínum fitjar Laxness að vísu uppá
ýmsum málefnum samtíðarinnar. En það er svo að segja meira í
framhjáleiðinni. Rauði þráðurinn er lýsingin á lífi hans sjálfs og
sambandi hans við aðra menn. Öll frásögnin virðist vera staðfesting
á upphafsorðunum að kaflanum „Þrír öðruvísimenn“ í Ungur eg var:
„Ein af hamíngjum mínum hefur viljað að ég kyntist við menn sem
voru ósammælanlegir við aðra menn“ (119). Og mennirnir eru
margir. Síðasta bindi bókaflokksins endar á nafnaskrá; mér hefur
talist svo til að þar séu upp undir fimm hundruð nöfn á mönnum,
innlendum og útlendum.
Slík skrá virðist benda til þess að höfundurinn líti á þessar bækur
154