Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 45
„I túninu heima “ var arbeiteraristokrati eftir marxistaskilgreiníngi". Efnahagsleg afkoma þessa fólks var með öðrum orðum góð. Hinsvegar mundi það á Islandi ekki „hafa flokkast undir annað en vinnulýð, með öllu fákunnandi og bóklausan, og óhugsandi að finna heima, jafnvel í afskektum fjalldölum“ (U 63-64). Laxness tekur djúpt í árinni, einsog að vanda, og hreinræktar andstæðurnar. En vafalaust er talsverður sannleikskjarni í þessu. A „stórheimilinu“ í Laxnesi hefur drengurinn fyrst mætt íslenskri erfðamenningu hjá fólki sínu. Laxness hefur stundum áður minnst á móðurömmu sína, Guðnýju Klængsdóttur. En nú dregur hann upp dálítið fyllri mynd af þessari öldruðu konu sem átti svo mikinn þátt í uppeldi hans. Hún var sem sagt náma af gömlum kveðskap sem drengurinn drakk í sig. Skoðanir hennar á hlutunum voru yfirleitt ákveðnar, þó að hún hefði litla löngun til að þrengja þeim upp á aðra. Einu sinni þegar hún kemur að Halldóri þar sem hann er að lesa í Biblíunni, segir hún um leið og hún gengur framhjá: „Það er nú ekki alt satt sem í henni stendur, Biflíunni þeirri arna. (T 115—16) Trú hennar á öllum nýmælum í daglegu lífi var takmörkuð. Hún var til dæmis „móthverf magaríni og hafði fyrir því rök sem hún aldrei vék frá: magarín ku vera búið til úr feiti af rottum. Aldrei orð um magarín frammyfir þetta“. (116) Þegar sími kom að Laxnesi féllst hún aldrei á „að berja augum þetta tól, sem í hennar orðabók heyrði undir fjölmúlavíl“: Ojæa, er þetta ekki bara eitthvað úr símanum, var hún vön að segja ef einhver stórfrétt kom upp. Sama máli gegndi um vatnsleiðslu uppí- mót, hún stóð fast á því að í hennar úngdæmi hefði vatn aðeins runnið niðrímóti, og svo hefði verið frá landnámstíð; og þó galdrar hafi stundum komið fyrir í fornsögum, voru þeir aldrei í því fólgnir að láta vatn renna uppímóti. (120-21) „Það er víst þetta sem kallað er að vera íhaldssamur í skoðunum", segir höfundurinn. En hann fer ekki í launkofa með að hann geti að sínu leyti verið eins andhverfur nýjungum tímans og amma hans forðum: „Mætti ég undirritaður bæta því við að ég léti heldur setja mig í fángelsi uppá vatn og brauð í mánuð en taka við skyldufræðslu í tölvutækni ellegar hlusta á útskýríngar á spútnikum og öðrum geimferðaviðbjóði.“ (121) 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.