Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 45
„I túninu heima “
var arbeiteraristokrati eftir marxistaskilgreiníngi". Efnahagsleg
afkoma þessa fólks var með öðrum orðum góð. Hinsvegar mundi
það á Islandi ekki „hafa flokkast undir annað en vinnulýð, með öllu
fákunnandi og bóklausan, og óhugsandi að finna heima, jafnvel í
afskektum fjalldölum“ (U 63-64). Laxness tekur djúpt í árinni,
einsog að vanda, og hreinræktar andstæðurnar. En vafalaust er
talsverður sannleikskjarni í þessu.
A „stórheimilinu“ í Laxnesi hefur drengurinn fyrst mætt íslenskri
erfðamenningu hjá fólki sínu. Laxness hefur stundum áður minnst á
móðurömmu sína, Guðnýju Klængsdóttur. En nú dregur hann upp
dálítið fyllri mynd af þessari öldruðu konu sem átti svo mikinn þátt
í uppeldi hans. Hún var sem sagt náma af gömlum kveðskap sem
drengurinn drakk í sig. Skoðanir hennar á hlutunum voru yfirleitt
ákveðnar, þó að hún hefði litla löngun til að þrengja þeim upp á
aðra. Einu sinni þegar hún kemur að Halldóri þar sem hann er að
lesa í Biblíunni, segir hún um leið og hún gengur framhjá: „Það er
nú ekki alt satt sem í henni stendur, Biflíunni þeirri arna. (T 115—16)
Trú hennar á öllum nýmælum í daglegu lífi var takmörkuð. Hún var
til dæmis „móthverf magaríni og hafði fyrir því rök sem hún aldrei
vék frá: magarín ku vera búið til úr feiti af rottum. Aldrei orð um
magarín frammyfir þetta“. (116) Þegar sími kom að Laxnesi féllst hún
aldrei á „að berja augum þetta tól, sem í hennar orðabók heyrði
undir fjölmúlavíl“:
Ojæa, er þetta ekki bara eitthvað úr símanum, var hún vön að segja ef
einhver stórfrétt kom upp. Sama máli gegndi um vatnsleiðslu uppí-
mót, hún stóð fast á því að í hennar úngdæmi hefði vatn aðeins
runnið niðrímóti, og svo hefði verið frá landnámstíð; og þó galdrar
hafi stundum komið fyrir í fornsögum, voru þeir aldrei í því fólgnir
að láta vatn renna uppímóti. (120-21)
„Það er víst þetta sem kallað er að vera íhaldssamur í skoðunum",
segir höfundurinn. En hann fer ekki í launkofa með að hann geti að
sínu leyti verið eins andhverfur nýjungum tímans og amma hans
forðum: „Mætti ég undirritaður bæta því við að ég léti heldur setja
mig í fángelsi uppá vatn og brauð í mánuð en taka við skyldufræðslu
í tölvutækni ellegar hlusta á útskýríngar á spútnikum og öðrum
geimferðaviðbjóði.“ (121)
163