Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 119
Umsagnir um bækur í BORGINNI OKKAR Ohætt er að fullyrða að það er snar þáttur í ferli Vésteins Lúðvíkssonar sem rithöfundar að koma lesendum sínum á óvart, oftast þægilega. Svo fer einnig nú í síðustu bókinni, I borginni okkar, sem hefur að geyma átta smásögur (Mál og menning 1981). Undirtitill bókarinnar, Sögttr og ævintýri frá kostulegri tíð, tekur til sjón- arhorns höfundarins og frásagnarháttar. Sögumaðurinn tekur sér stöðu í fram- tíðinni, að hætti þeirra sem ævintýri sögðu, lítur um öxl og greinir frá kostu- legri tíð, en sú tíð er einmitt okkar tími og borgin okkar er Island nútímans. Pótt sögurnar séu þrungnar ádeilu og vandlætingu er enginn stórorðaflaumur þar á ferðinni; höfundur virðist um- burðarlyndið sjálft holdi klætt enda kallar hann tíðina kostulega eins og hann hafi hálft í hvoru gaman af. Má oft á tíðum sjá höfundinn kíma að baki orðanna líkt og hann vilji segja: Skelfing gátum við þá verið vitlaus og vanþrosk- uð. Sannast það hér enn að það er ótrú- lega áhrifamikið þegar sagt er frá hinum hrikalegustu atburðum líkt og um sjálf- sagða hluti sé að ræða. Sögur Svövu Jakobsdóttur í Veislu undir grjótvegg, sem um margt svipar til sagna Vésteins, sýna mörg góð dæmi um slíka hlutlægni í stíl á örlagastundum. Og Kafka nær eftirminnilegum áhrifum með slíkri hlutlægni í Hamskiptunum. Afstaða hins ”hlutlausa“ höfundar er þó alls stað- ar alveg Ijós. Við fáum ekki aðeins í sögum þessum úttekt á okkar tíma. Stundum bregður sögumaður upp myndum úr fram- tíðinni er borgarbúar (við) hafa loks séð að sér og snúið frá villu síns vegar. Ævintýrið endar nefnilega vel eins og ævintýri eiga að gera: Þá hittust afkomendur Guðrúnar og Guðjóns í sjötta lið, stelpa og strákur, af tilviljun undir reynitré í Ráðhúsgarðinum og horfðust í augu andartak, litu síðan undan í rjóðri feimni og vissu ekki fyrr til en þau voru hvort í sínu lagi farin að raða saman orðum einsog lífið væri dular- fullur leikur þar sem allt getur gerst. Þá vaknaði ljóðið. En það er önnur saga frá annarri og betri tíð. (bls. 50—51). Sögurnar í I borginni okkar eru sann- kallaðar furðusögur. Sumar þeirra nálg- ast form dæmisagna þar sem táknin sem bera söguna uppi skapa n.k. heildar- mynd. I öðrum er ímyndunaraflinu gef- inn lausari taumur og lesandanum aukið frjálsræði um túlkun. Forsenda þess að slíkar furðusögur heppnist hlýtur ævinlega að vera sú að höfundi þeirra lánist að láta lesandann sjá veruleikann í nýju og óvæntu ljósi. Petta virðist mér Vésteini takast ljóm- andi vel víðast. Sagan Útlendingur finnst mér þó veikur hlekkur í bókinni 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.