Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 119
Umsagnir um bækur
í BORGINNI OKKAR
Ohætt er að fullyrða að það er snar
þáttur í ferli Vésteins Lúðvíkssonar sem
rithöfundar að koma lesendum sínum á
óvart, oftast þægilega. Svo fer einnig nú
í síðustu bókinni, I borginni okkar, sem
hefur að geyma átta smásögur (Mál og
menning 1981).
Undirtitill bókarinnar, Sögttr og
ævintýri frá kostulegri tíð, tekur til sjón-
arhorns höfundarins og frásagnarháttar.
Sögumaðurinn tekur sér stöðu í fram-
tíðinni, að hætti þeirra sem ævintýri
sögðu, lítur um öxl og greinir frá kostu-
legri tíð, en sú tíð er einmitt okkar tími
og borgin okkar er Island nútímans.
Pótt sögurnar séu þrungnar ádeilu og
vandlætingu er enginn stórorðaflaumur
þar á ferðinni; höfundur virðist um-
burðarlyndið sjálft holdi klætt enda
kallar hann tíðina kostulega eins og
hann hafi hálft í hvoru gaman af. Má oft
á tíðum sjá höfundinn kíma að baki
orðanna líkt og hann vilji segja: Skelfing
gátum við þá verið vitlaus og vanþrosk-
uð. Sannast það hér enn að það er ótrú-
lega áhrifamikið þegar sagt er frá hinum
hrikalegustu atburðum líkt og um sjálf-
sagða hluti sé að ræða. Sögur Svövu
Jakobsdóttur í Veislu undir grjótvegg,
sem um margt svipar til sagna Vésteins,
sýna mörg góð dæmi um slíka hlutlægni
í stíl á örlagastundum. Og Kafka nær
eftirminnilegum áhrifum með slíkri
hlutlægni í Hamskiptunum. Afstaða
hins ”hlutlausa“ höfundar er þó alls stað-
ar alveg Ijós.
Við fáum ekki aðeins í sögum þessum
úttekt á okkar tíma. Stundum bregður
sögumaður upp myndum úr fram-
tíðinni er borgarbúar (við) hafa loks séð
að sér og snúið frá villu síns vegar.
Ævintýrið endar nefnilega vel eins og
ævintýri eiga að gera:
Þá hittust afkomendur Guðrúnar
og Guðjóns í sjötta lið, stelpa og
strákur, af tilviljun undir reynitré í
Ráðhúsgarðinum og horfðust í augu
andartak, litu síðan undan í rjóðri
feimni og vissu ekki fyrr til en þau
voru hvort í sínu lagi farin að raða
saman orðum einsog lífið væri dular-
fullur leikur þar sem allt getur gerst.
Þá vaknaði ljóðið. En það er önnur
saga frá annarri og betri tíð. (bls.
50—51).
Sögurnar í I borginni okkar eru sann-
kallaðar furðusögur. Sumar þeirra nálg-
ast form dæmisagna þar sem táknin sem
bera söguna uppi skapa n.k. heildar-
mynd. I öðrum er ímyndunaraflinu gef-
inn lausari taumur og lesandanum aukið
frjálsræði um túlkun.
Forsenda þess að slíkar furðusögur
heppnist hlýtur ævinlega að vera sú að
höfundi þeirra lánist að láta lesandann
sjá veruleikann í nýju og óvæntu ljósi.
Petta virðist mér Vésteini takast ljóm-
andi vel víðast. Sagan Útlendingur
finnst mér þó veikur hlekkur í bókinni
237