Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar
sambandi sínu við Jón Pálsson frá Hlíð segir hann í beinni ræðu
frá orðum Ludvigs Guðmundssonar skólastjóra við Jón, en bætir
svo við: „Undirritaður tekur lesendum vara fyrir að halda að hann
hafi legið á hleri undir borðinu þegar þetta samtal fór fram — eða
réttara sagt fór ekki fram fremuren önnur samtöl í bókum“ (Ú 240).
Hér er þá um „skáldskap" að ræða. En sami kafli hefst á almennri
athugasemd um eðli lífs og „veruleika“ annarsvegar og skáldsögu eða
sjálfsævisögu hinsvegar:
I skáldsögu teingjast hlutir eftir gildum rökum, jafnvel lögmálum;
annars verður eingin skáldsaga. I lífinu ríkir lögmál sem heitir stráið í
vindinum. Fjarstæða er eingin til í lífinu nema sönn saga. Sögu sín
sjálfs getur einginn sagt, hún verður því meira þrugl sem þú leggur
meira á þig til að vera sannsögull./ . . . / Jafnvel algeingustu hlutir í
ævi þinni verða leyndardómur sem ekki verður að komist (236).
Þetta er ef til vill ögn öfgakennt, einsog reyndar margar staðhæfing-
ar höfundarins fyrr og síðar. En hann notar slíka aðferð til þess að
varpa ljósi á ótvíræðan sannleika. Nöktustu staðreyndir í lífi manna,
eða í lífinu yfirleitt, er kannski hægt að ákveða á nokkurn veginn
hlutrænan og almennt viðurkenndan hátt. En úr þeim verður engin
heild, engin skiljanleg merking, nema ímyndunarafli sé beitt, já,
hversvegna ekki skáldskap. Laxness veit að hann, einsog aðrir, á
þann kost einan að lýsa „veruleika" manna útfrá persónulegri
reynslu, frá eigin sjónarhóli. „Sannleikurinn", hinn fulli og endanlegi
sannleikur, ef nokkur er, gengur okkur alltaf úr greipum. Skáldið
hefur annarsstaðar lýst einmitt þessum kjörum mannlegs skilnings á
eftirminnilegan hátt. Þegar biskupsfrúin í Hið Ijósa man spyr Arnas
Arnæus, hvort „til geti verið tvennskonar réttur sannleikur, annar
fyrir suðurheim, hinn fyrir norðurheim“, þá svarar hann með þessari
líkingu: „Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrángi
ef maður sér austaná það, Ogaungufjall ef maður stendur fyrir
vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta“ (147-
48). Varla verður betur lýst eðli afstæðrar mannlegrar þekkingar.
A margan hátt verður lesandinn einnig var við handbrögð skáld-
sagnahöfundar í sjálfri meðferð efnisins. Það má til dæmis benda á
snilld hans að ljúka kafla. Frásögninni af flutningi fjölskyldunnar frá
Reykjavík að Laxnesi lýkur með því að presturinn sjálfur er kominn
156