Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 18
Tímarit Máls og menningar ómögulegt. Hugsum okkur að Biblían hafi verið skrifuð af höfundi, gerirðu þér grein fyrir „lítillæti" hans. Vinurinn gerði sig líklegan til að smíða fullkomnari heim en sjálfur Drottinn hafði skapað. Söguleg átök það. Fyrirmynd bans hefur þá verið Drottinn. Hann ætlaði sér fram úr Guði. I dag miðast allt við að keppa um bók- menntaverðlaun, bókmenntasamkeppnina, hugsunarháttur sem ber í sér bráða hættu fyrir höfunda. Auðvitað eiga bókmenntaverðlaun rétt á sér sem ein leið til að bjargast af og gera auk þess kleift að uppgötva hæfileika sem ella hefðu ef til vill ekki náð fram vegna verslunarsjónarmiða auðvalds- landanna. En keppni um verðlaun ber í sér þá hættu að höfundarnir fari að skrifa eingöngu til að vinna hana. Hún verður markmið í sjálfu sér og þeir hespa hlutunum af í kapphlaupi við skilafrest. Sigurvegarinn er „sá besti í dag“, en ekki sá sem reyndi að komast fram úr Cervantes og Shakespeare. Hefur þú ekki tekið þátt í bókmenntasamkeppni? Jú, en það voru hlutir sem ég hafði lokið við að skrifa. Viltu að ég segi þér frá þessum tveimur skiptum sem ég tók þátt í bókmenntasamkeppni? I fyrra skiptið var um að ræða sögu sem nefndist Daginn eftir laugardag. Arið 1954 átti sér stað í Kólombíu „Landskeppni í bókmenntum" eða eitthvað í þá veru og svo virtist sem gæði þátttakenda stæðu lágt. Því var brugðið á það ráð að leita uppi höfunda sem kynnu að hafa undir höndum texta til að hækka standardinn. Þá er það að vinur minn einn kemur að máli við mig og segir: „Þú stendur með pálmann í höndunum, sendu hvað sem er og þú færð verðlaunin, standardinn er svo lágur að við lítum ekki við því sem komið er“. Þannig atvikaðist að ég sendi inn sögu sem ég hafði þegar lokið við að skrifa og fékk verðlaunin. Og síðara skiptið? Þá var það Dauðastundin, bók sem ég hafði byrjað á í París en lagt til hliðar af því hún var ekki alveg á hreinu. Til Karakas kom ég aftur 1958 og hélt áfram að vinna. I millitíðinni skrifaði ég Liðsforingjanum berst aldrei bréf sem ég er ekki í vafa um að er mín besta bók. Ég meina það, þetta er ekki grín, ég neyddist til að skrifa Hundrað ára einsemd til að Liðsforingj- anum berst aldrei bréf yrði lesin, hún gekk alls ekki. Dauðastundina skrifaði ég í ígripum og þegar ég sneri aftur til Karakas frá Evrópu, hafði ég handritið með mér í vöndli og bundið utan um með hálsbindi. Það hlýtur að hafa verið síðasta bindið mitt því síðan hef ég ekki borið bindi. Um þetta leyti giftist ég Mercedes og þegar hún byrjar að taka til í húsinu rekst hún á blaðastranga í hálsbindi og spyr: „Hvað er þetta?“ Eg segi henni að þetta sé skáldsaga en til einskis nýt og eins gott að fleygja henni og vera þar með laus við hana því að ég var með aðra hluti í siktinu. Ég var snúinn aftur 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.