Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 93
Vésteinn Lúðvíksson
S
A hafinu eina
Það var um svipað leyti að drengurinn fékk sitt eigið herbergi í
kvistinum og bærinn nýjan rafveitustjóra sem flutti í húsið á móti
ásamt konu og tveim veiklulegum börnum. Þetta var um vor og
einber kyrrð í kroppnum á þeim sem voru ennþá of ungir til að
finna óróna sem fylgdi árstímanum hjá þeim eldri, semsé þeim sem
höfðu náð fermingu en áttu ennþá kippkorn í trúlofun svo ekki sé
minnst á hjónaband. Drengurinn var nýbúinn að glata eldri bróður
sínum og leikfélaga inní þennan furðuheim þar sem sambandsleysið
ríkti í bland við æðisköst og langar þagnir. Þegar hann kom heim úr
skólanum settist hann því við kvistgluggann og horfði útá sjóinn og
fannst hátt í eilífð þangaðtil hann stæði í brúnni á stærsta skipi
landsins og sigldi um höfin sjö. Hann horfði líka oft niðurí þak-
rennuna, þar var eitthvað svo dularfullt að það gat verið armbandsúr
en líka sylgja úr gömlu belti, kannski brot úr loftsteini, það var
ómögulegt að vita og annað eins hafði víst gerst, að minnstakosti í
útlöndum.
Kona rafveitustjórans hafði orð á því við grannana að eitthvað
væri hann undarlegur drengurinn á móti, þarna sæti hann við
gluggann og góndi, dag eftir dag — og voru ekki líka augun í honum
einkennilega stór?
Svo einn morguninn, skömmu áðuren messunni lauk í útvarpinu
og gatan settist að borðum svotil samtímis, þá yfirbugaði forvitnin
drenginn og hann smokraði sér útum gluggann og naut þess að vera
mjór, útá bratt þakið með lappirnar á undan, hékk þarna nokkra
stund og lét sig síðan skrika niðrí þakrennuna sem var svo vingjarn-
leg að láta ekki undan. Þá var konu rafveitustjórans litið uppúr
pottunum og útum eldhúsgluggann, og nú sá hún það sem hana
hafði grunað: drengurinn á móti var ekki með öllum mjalla. Og af
því hún gat ekki horft uppá fólk leika sér með dýrmætt lífið, síst af
211