Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 29
Fegursta sjórekið lík
Þetta kvöld reri enginn til fiskjar. Karlmennirnir héldu til nálægra
þorpa að gá hvort einhvern vantaði þar, og konurnar gættu líksins á
meðan. Þær hreinsuðu af því leðjuna með hampi, greiddu sjávar-
gróðurinn úr hárinu og sörguðu hringmunnana af með
hreistrunarjárni. Meðan þær voru að þessu veittu þær því athygli að
gróðurinn sem þakti líkið var upprunninn í fjarlægum höfum og á
miklu dýpi, og að klæði þess voru í tætlum, einsog það hefði synt
um rangala kóralrifja. Þær tóku einnig eftir því að líkið bar dauða
sinn með reisn, því hvorki var á því einsemdarsvipur einsog á öðrum
sem drukknuðu í hafi né eymdarlegur mæðusvipur þeirra sem
drukknuðu í ám. En það var ekki fyrren þær höfðu lokið við að
hreinsa hann að þær gerðu sér fulla grein fyrir því hverskonar maður
þetta var, og þá stóðu þær á öndinni. Ekki var nóg með að þeim
þætti hann vera hávaxnasti, sterklegasti, karlmannlegasti og best
limaði maður sem þær hefðu augum litið, heldur gátu þær engan
veginn ímyndað sér hann, þótt þær horfðu nú á hann eigin aug-
um.
I þorpinu fannst ekkert rúm nógu stórt til að leggja hann í, og
ekkert borð nógu traust til að nota mætti sem viðhafnarbörur.
Sparibuxur stærstu manna voru honum of litlar og sama var að segja
um sunnudagsskyrtur hinna þreknustu og skó hinna fótstærstu.
Konurnar heilluðust af stærð hans og fegurð og ákváðu að sauma
honum buxur úr góðum segldúk og skyrtu úr brúðarlíni til að hann
gæti haldið áfram að vera dauður með fullum virðuleik. Þar sem þær
sátu í hring og saumuðu og skotruðu augunum til líksins milli
nálarspora virtist þeim sem vindurinn hefði aldrei verið jafnhvass og
Karíbahafið aldrei eins órólegt og þessa nótt og þær gerðu ráð fyrir
að þessar breytingar stæðu í einhverju sambandi við hinn látna. Þær
hugsuðu með sér, að hefði þessi glæsilegi maður átt heima á þorpinu
þá hefðu breiðustu dyrnar verið á húsi hans, hæsta þakið og sléttast
gólfið, og rúmgrindin hans hefði verið úr bátaviði, skrúfuð saman
með járnskrúfum, og konan hans hefði verið hamingjusömust þeirra
allra. Þær hugsuðu sér að svo mikið hefði vald hans verið að hann
hefði laðað fiskana uppúr sjónum með því einu að nefna nöfn þeirra,
og hann hefði unnið af slíku kappi að vatn hefði sprottið fram úr
hvassasta grjóti og hann hefði sáð blómum í urðina. Þær báru hann í
laumi saman við sína eigin menn og hugsuðu sér að þeir gætu ekki
147