Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 9
Stadleysur, góðar og illar margar þær tæknifurður sem einatt setja svip sinn á þessa tegund bók- mennta — vélknúin skip, fljúgandi appíröt, rafljós, stjórn á veðurfari og fleira gott. Staðleysur eru ádeilurit þar sem samtíð höfundanna fær á baukinn með skírskotun til öðruvísi mannlífs. En með vaxandi trú á mátt mannsins til að breyta hlutskipti sínu, sem á nítjándu öld fær byr undir vængi bæði frá tækniafrekum margskonar og sósíalískum kenningum, er líklegra að menn fari að líta svo á að útópían geti byrjað strax á morgun. Arið 1862 sat róttækur sósíalisti, Nikolaj Tshernishevskí í fangelsi í Pétursborg, sakaður um að vera andlegur forystumaður uppþota meðal rússneskra stúdenta og bænda. Meðan hann beið eftir Síbiríuvist skrifaði hann skáldsöguna „Hvað ber að gera?“ (Shto délat’) sem er reyndar ekkert bókmenntaafrek en hafði gífurleg áhrif á rússneska æskumenn — einmitt vegna þeirrar sérkennilegu blöndu draumsýnar og ráðlegginga um samtím- ann sem fram er borin í bókinni. Hún fjallar um „nýjar manneskjur", sem eru að byrja nýtt og betra líf með því að stunda í verki jafnrétti kynjanna í ást og starfi og byrja á sósíalisma í smáum stíl með sameignarverkstæðum og samvinnuverslun. Þessir lífshættir áttu að verða upphaf að þeirri útópíu sem aðalpersóna sögunnar, Vera Pavlovna, sér í draumi. Þar rísa hallir úr krystal og áli og búa í hverri þeirra þúsund manna kommúnur. Á daginn stundar fólkið létt og nytsöm störf en skemmtir sér á kvöldin við dans, músík, leiklist og fögur fræði og allt skal frjálst, allt skal jafnt. Vera Pavlovna heyrir þessi frægu orð draumkonu sinnar, sem sovésk börn lærðu síðan utan að sem spádóm um eigin tíma:3) Þú hefur nú kynnst framtíðinni . . . Segðu öllum: þetta er framtíðin, framtíðin er björt og fögur. Elskið hana, leitið hennar, starfið í hennar þágu, færið hana nær, flytjið frá henni til nútímans allt sem þið getið: líf ykkar verður bjart og gott, ríkt að gleði og nautn allt eftir því, hve mikið þið getið fært frá henni til nútímans. Á dögum tæknibyltingar og stéttastríðs á seinni hluta nítjándu aldar urðu margir aðrir til að búa til staðleysuskáldsögur, reyndar miklu hreinræktaðri en „Hvað ber að gera?“. Bandaríkjamaðurinn Edward Bellamy gaf árið 1888 út skáldsögu sem varð mjög vinsæl, „Horft um öxl“ (Looking Backward 2000— 1887). Þar segir frá ungum Amríkana sem árið 2000 vaknar úr dásvefni sem staðið hefur í meira en öld. Hann er staddur í hinni elskulegustu útópíu. Tæknibylting og réttlát skipting lífsgæðanna tryggir öllum uppfyllingu skynsamlegra þarfa. Allir fá menntun eftir hæfni og vinna eins og þá langar til og sér hver af sinni skynsemd hvað honum er fyrir bestu — eina kvöðin er sú að hver og einn vinni í þrjú ár einskonar 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.