Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 14
Tímarit Máls og menningar hópi vísindamannanna fær að tóra. Hann reynir að rifja upp framleiðslu- formúluna fyrir róbótana og gengur illa. En áður en hann deyr eygir hann von: tveir róbótar, Primus og Helena, hafa uppgötvað ástina — og sagan ^etur byrjað upp á nýtt með þessum Adam og Evu hans. Skáldsaga Karels Capeks, Salamöndrustríðið, sem Mál og menning gaf út í þýðingu Jóhann- esar úr Kötlum, fjallar reyndar um svipað efni. Mannkynið ætlar að lifa hóglífi á því að láta gáfuð sækvikindi vinna fyrir sig verkin, en salamöndr- urnar gera sína uppreisn og leggja undir sig heim mannanna — munar minnstu að allir farist. Sú saga bendir reyndar ekki aðeins á vísindi sem vaxa manninum yfir höfuð, hún vísar um leið beint til stjórnmálaástands í Evrópu á fjórða áratugnum: salamöndrurnar eru meðal annars tákn og ímynd þýska fasismans. Verk Capeks eru ekki eins fræg og ýmis þau sem næst verða nefnd, en ekki er ólíklegt að á tímum þeirra „róbóta“ sem örtölvur eru og leggja undir sig æ fleiri mannleg verk, verði mönnum æ oftar hugsað til þessa gáfaða tékkneska höfundar. Capek lokar ekki vonina úti í verkum sínum, enn lifir ástin, það er hægt að byrja upp á nýtt. En í öðrum frægum neikvæðum staðleysum tímans er hrollvekjan algjör, vonarneistinn slökktur og ástin sem er síðasta uppreisnin gegn djöfullega útsmognu skipulagi bíður dapurlegan ósigur. „Fagra nýja veröld" (Brave New World) eftir Aldous Huxley, sem út kom árið 1931, hefur orðið flestum antiútópíum frægari. Þar eru nokkrir straumar samtímans leiddir út í heldur leiðinlega framtíð sex hundruð árum „eftir Ford“. Bílakóngurinn bandaríski og sú vísindalega og sálardrepandi vélvæðing starfsins sem hann innleiddi eru semsagt taldir foreldrar framtíð- arlandsins fremur en Marx og lærisveinar hans, þótt þeir komi einnig við sögu. Mest er þó lagt upp úr því að leiða út á ystu nöf afleiðingar þess að fitlað sé við erfðastofna, mannlíf á fósturskeiði og svo þess, að allt frá frumbernsku sé beitt möguleikum innrætingar til að ala menn upp til fyrirfram ákveðinna hlutverka í þrælslega stéttskiptu þjóðfélagi. I „Fögru nýju veröld“ eru foreldrar ekki til, börn eru búin til í glösum, frjóvgað úrvalsegg fær hina bestu meðferð til að úr því komi gáfaður fyrirmyndar- stjórnandi, en þeir sem eiga í framtíðinni að annast einföld og vélræn störf eru framleiddir í kippum (96 eineggja „fleirburar“ úr sama eggi). Verðandi lágstéttir fá á glösin efni sem drepa í þeim ýmsar gáfur, auk þess sem smábörn í þessum flokki eru alin upp með raflosti, innrætingu í svefni og fleiri djöfullegum kúnstum til þess að haga sér eins og til er ætlast alla æfi og láta sér vel líka. Þar fyrir utan er fullorðnum einstaklingum allra stétta haldið góðum með frjálsu kynlífi (allir tilheyra öllum og engin verður ólétt) einhverskonar sjónvarpi (allir horfa á „feelies“ sem minna á ómerkilegustu fjöldaframleiðslu í Hollywood að viðbættu opinskáu kynlífi og snertiskynj- 244
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.