Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 17
Staðleysur, góðar og illar vinnuhléum, éta saman gervifóður, mæta sem einn í aftökur og á fróð- leikserindi. Þeir búa í glerhúsum svo lögreglan, „Verndararnir“, geti alltaf fylgst með þeim, og mega þá aðeins láta tjöld falla fyrir glerið að þeir hafi fengið bleika skömmtunarseðla hjá yfirvaldinu, ávísanir á samfarir. Þeir fáu sem sýna afbrigðilega hegðun eru settir í heljarmikinn rafmagnstól („Vél Velgjörðarmannsins“) og leystir upp við músík og fögnuð lýðsins. D-503 segir söguna, verkfræðingur sem er að smíða geimskip. Kona ein freistar hans til sannrar, persónulegrar ástar, hann fær þann krankleika sem kallast sál. Þau fara með nokkrum uppreisnarmönnum öðrum á fund utan Græna veggjarins, en þar er að finna óspillta náttúru og ótamdar verur, skyldar mönnum. Uppreisnartilraunin mistekst, D-503 er látinn ganga undir „aðgerðina miklu“ sem sker úr honum ímyndunaraflið. Hann svíkur félaga sína í hendur Velgjörðarmanninum og horfir á það með fullkomnu afskiptaleysi hvernig elskan hans er pínd til sagna. „Við“ kom aldrei út í Sovétríkjunum, og höfundurinn flutti árið 1931 úr landi með aðstoð Maxím Gorkís. En í landinu komu út um þetta leyti ýmsar jákvæðar útópíur sem vinsælar urðu, enda í anda bjartsýni tímans. Ein slík er „Aelíta“ eftir Alexei Tolstoj, hún lýsir leiðangri til að koma á kommún- isma á Mars. Augljós er skyldleiki skáldsögu Zamjatíns við „1984“ sem hefur orðið frægust allra neikvæðra staðleysuskáldsagna. I báðum er valdið hrollvekjan mesta. Tteknin er fyrst og fremst hjálpartæki til að tryggja að valdið geti haft fullkomið eftirlit með hverjum og einum. Báðar sögurnar lýsa ítarlega slíku eftirlitskerfi og grimmd valds sem flestir hafa gefist upp fyrir. Stóri Bróðir í „1984“ er fullkomin hliðstæða við Velgjörðarmanninn hjá Zamjatín. Refs- ingar eru opinber þjóðhátíð í báðum sögum og áróðursmaskínan svo öflug að fortíðin er horfin úr minni manna. I báðum sögum freistar fögur kona karls til að stíga fyrsta skrefið til frelsis — rjúfa lögskipuð fyrirmæli um kynlífið og elska á gamla og góða vísu. Og í báðum sögum bíður aðalper- sónan ósigur fyrir valdsmaskínunni, hún sker úr honum sálina í „Við“, pínir hann herfilega í „1984“ þar til báðir karlar svíkja elskuna sína í hendur böðla, óska henni þess versta sem til er og „elska Stóra Bróður“ upp frá því. En skáldsögur þessar eru um leið mjög ólíkar. Til dæmis að því er varðar kjarna máls, hreyfiaflið sem hefur skapað skelfilega veröld. I „Vélmennum“ Capekbræðra hafa vísindasnillingar gert sig seka um gamlan og góðan ofmetnað í garð sköpunarverksins, en þeim gekk vitanlega ekki nema gott eitt til:11^ Eg vildi að maðurinn yrði húsbóndi á jörðunni svo hann þyrfti ekki að lifa fyrir brauðskorpu eina saman . . . Ég ætlaði að gera allt mannkynið að aðli 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.