Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 19
Stadleysur, góðar og illar Enn mætti heyra til Dostoévskís í þessum orðum, ekki til Rannsóknar- dómarans sem gerir einmitt tilkall til valds í þágu heildarinnar, heldur í Undirheimamanninum. O’Brien er tilbrigði við þá afstöðu hans að „ég geri sem mér sýnist" — hvað sem aðrir hafa komið sér saman um að rétt sé eða gott. En það er fleira sem gerir mikinn mun á „Við“ Zamjatíns og „1984“. Síðarnefnda sagan vakti gífurlega eftirtekt og hafði miklu meiri áhrif en „Við“ ekki aðeins vegna þess að Orwell naut góðs af útbreiðslumætti enskrar tungu en Zamjatín var rússneskur útlagahöfundur í París. Ekki verður heldur sagt að „1984“ sé betur skrifuð bók en „Við“ eða „Fagra nýja veröld“. Vinsældir útópískra sagna hafa reyndar ekki svo mjög farið eftir bókmenntalegum verðleikum þeirra. En „1984“ er blátt áfram tengd samtíð okkar miklu traustari böndum. Bæði „Við“ og „Fagra nýja veröld“ gerast í fjarlægri framtíð og sú fjarlægð gerir allt óraunverulegra, persónurnar óskýrari, málflutninginn óhlutstæðari. „1984“ kemur út árið 1948 og hún gerist í náinni framtíð — á okkar herrans ári. Sagan færir innan seilingar lesenda herfilegustu hugsanlegu afleiðingar af mörgu því sem íbúar heimsins óttuðust mun meir að lokinni síðari heimsstyrjöld en eftir þá fyrri. Þeir höfðu fylgst með „hreinsunum“ í Moskvu, séð í fréttamyndum útrýmingar- búðir nasista og heyrt atómsprengjuna falla. IV Frá fjórða áratug tuttugustu aldar hneigðust allir straumar pólitískrar hugsunar til einræðis. George Orwell í „1984“. Efni skáldsögunnar „1984“ er alþekkt um þessar mundir, en til vonar og vara skal hér stiklað á stóru yfir það. Eftir byltingar og atómstríð hefur heiminum verið skipt í þrjú risaveldi, sem eiga í sífelldri styrjöld sín í milli. Enginn getur unnið þetta stríð og er það reyndar tæki til að halda þegnum þriggja valdablakka í kúgun og fátækt: helvíti — það eru hinir. Valdakerfið er allsstaðar svipað. I Ocenaíu (Bretlandi og Amríku) þar sem sagan gerist, heitir það Ingsoc og felst í alræði flokks og er yfir honum Stóri Bróðir, leiðtogi sem allt veit og getur. Þjóðfélaginu er skipt í þrennt, í Innra flokk (2% íbúa), öreiga (85%) og afgangurinn er bara í Flokknum, skrúfur í stórri vél. Sú skipting heimsins í þrælskipulagðan og frumstæðan sem þekkist í „Við“ og „Fögru nýju veröld“ kemur hér fram í því að „prólarnir“, öreigarnir, lifa í þrældómi og fátækt en að öðru leyti skiptir Valdið sér lítið af þeim. Hins vegar lúta flokksmenn algjörðu eftirliti á hugsunum, orðum og gjörðum. Þeir búa við sjónvarp sem þeir geta ekki slökkt á og dembir 249
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.