Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 22
Tímarit Máls og menningar öllum. Þetta þýddi skiptingu heimsins milli tveggja eða þriggja mikilla risavelda, sem ekki gætu sigrað hvert annað og ekki væri hægt að steypa með uppreisn innanfrá. Að öllum líkindum mundi bygging þeirra verða lagskipt, með hálfguðlegri yfirstétt efst og þrælum neðst og frelsið yrði bælt niður af meiri hörku en menn hafa áður þekkt. Innan hvers ríkis mundi haldið uppi nauðsynlegu sálrænu andrúmslofti með fullkominni einangrun frá umheimin- um og með látlausu gervistríði milli keppinautaríkjanna. Samfélög af þessu tagi gætu staðið óbreytt árþúsundum saman. Þessi spá er ítrekuð í „1984“ og þótt þróunin hafi orðið á annan veg er óneitanlega fróðlegt að rifja hana upp á þeim dögum, þegar Reagan banda- ríkjaforseti faðmar að sér leiðtoga Kínverja af mestu blíðu meðan Rússar horfa á með súrum svip. En hvers vegna taldi Orwell að frelsi yrði allstaðar bælt niður með herfilegri hætti en áður hafði þekkst? Vegna þess að tæknilegir möguleikar eru fyrir hendi. Hjá honum er tækniháskinn ekki tengdur mengun umhverf- is, sóun auðlinda og öðru þesslegu sem nú er svo mjög á dagskrá, heldur möguleikum á að hafa eftirlit með þegnunum. Arið 1939 lýsir hann þessum ótta sínum í ritdómi:18) Við getum ekki treyst á að „mannlegt eðli“ verði samt við sig. Má vera það verði alveg eins mögulegt að búa til manntegund sem æskir ekki frelsis eins og að koma upp kollóttu kúakyni. Rannsóknarréttinum tókst þetta ekki, en hann hafði heldur ekki meðöl nútíma ríkis. Utvarpið, ritskoðun blaða, stöðluð menntun og leynilögreglan hafa breytt öllu. Múgsefjun er vísindi sl. tveggja áratuga og við vitum ekki enn hve mikinn árangur hún ber. Hér er ekki aðeins um að ræða dæmigerð meðöl alræðisríkja (leynilög- reglan) heldur og „staðlaða menntun“ og fjölmiðlafárið, sem öll ríki eiga sameiginleg, þá „múgsefjun" sem hægt er að stunda með svo mörgum hætti. Orwell þekkti sjálfur vel til fjölmiðla og hefur margt ófagurt að segja um ritskoðunarhneigðir í þeim, eins þeim sem eru óraveg frá sjónvarpinu skelfilega í „1984“. Og hann gerir sér ofurvel grein fyrir því, að ritskoðun og ofsóknir eru ekki það eina sem stefnir málfrelsi í háska. Það sem vinnur gegn þeim sem vill vera hann sjálfur og berjast fyrir sinni skoðun er m. a. „yfirráð fárra auðmanna yfir blöðum, tök einokunarhringja á útvarpi og kvikmyndum", segir m. a. í greininni „The Prevention of Literature" frá 1946.19) Sú skipulagða spilling tungunnar og um leið sannleikans sem í „1984“ heitir Nýmál og Tvíhugsun er tengd sannfæringu Orwells um að einræðið hafi gert ítölsku, þýsku og rússnesku fátæklegri tungur en þær áður voru. En hann hefur líka í huga mikla útbreiðslu merkingarsnauðra orðasam- 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.