Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 24
Tímarit Máls og menningar er að leysa flestan vanda, þar gerist ekkert lengur — nema þá heimsókn úr fortíðinni sem sagan reynir að fljóta á. Þegar rithöfundar hætta að skrifa slíkar sögur en halda áfram með útópískar hrollvekjur þá stafar það ekki einungis af því að trú á skynsemi og framfarir hafi orðið fyrir skakkaföllum. Hér er líka unt listræna skynsemi að ræða — það er gömul reynsla allt frá Guðdómlegum gleðileik Dante að Helvíti er miklu skemmtilegra skáldskap- arefni en Himnaríki. Og jafnvel framtíðarhrollvekjan hefur nokkra eðlis- læga galla. Höfundurinn smíðar eitthvert kerfi sem ekki er til og hann nær einatt sterkum áhrifum með því að leiða vissar hneigðir í samtíð sinni út á ystu nöf. En svo þarf hann að láta fullgilda einstaklinga lifa í þessari framtíð og það er eins víst að það reynist honum ofviða. Hvernig bregst maðurinn við hinu absolúta eftirliti, hvernig hagar hann sér í heimi þar sem marg- breytileikinn hefur verið þurrkaður út? Möguleikarnir eru satt að segja takmarkaðir og árangurinn eftir því, persónusköpunin einatt með einfaldara og dauflegra móti. Svipaðar hættur hafa reyndar vofað yfir þeim sem hafa hætt sér langt aftur í tímann í sögulegum skáldsögum, þó þær sýnist viðráðanlegri. Rithöfundurinn er sem listamaður dæmdur til samtíma síns. En þar getur hann líka fundið með nokkuð öðruvísi innsæi en því, sem býr til útópíur, marga vísbendingu um framvindu. Franz Kafka er um margt máttugri spámaður en þeir Huxley og Orwell. Staðleysuskáldsagan mun samt halda áfram að verða höfundum nokkur freisting. Til dæmis vegna þess að í henni er hægt að skapa vettvang til að prófa á illt og gott með afdráttarlausari hætti en í siðferðilegri óreiðu samtímaþjóðfélags. En þó áfram séu skrifaðar fróðlegar skáldsögur af þessu tagi fer kannski mest fyrir hnignun tegundarinnar. Rétt eins og bleikir ástareyfarar okkar tíma eru undanrenna frá góðum og gildum skáldsögum nítjándu aldar hafa útópísku skáldsögurnar eignast „níutíu og sex eineggja fleirbura“ í ótal geimskáldsögum, þar sem ekkert er algengara en að björt og farsæl pláneta berjist við illan hnött og myrkan. Einn hvati að útópískum skrifum verður seint frá mönnurn tekinn — óhjákvæmileg forvitni um framtíðina. Það er svo lengra mál og flóknara en hér verði rakið hvernig til tekst með sjálfa spádómana. Arið 1940 skrifaði George Orwell grein þar sem hann komst svo að orði um „Fögru nýju veröld“ Huxleys að hún hefði verið „góð skopstæling á þeirri munaðar- útópíu sem virtist möguleg og jafnvel nálæg áður en Hitler kom til sögunnar, en hún kom raunverulegri framtíð okkar ekkert við.“22) Sjálfur bjóst Orwell þá við að menn væru á leið inn í eitthvað sem líktist spænska rannsóknarréttinum eða einhverju miklu verra „vegna útvarpsins og leyni- lögreglunnar“. Um þetta skrifaði hann í „1984“ og virtist eiga síðasta orðið. En Aldous Huxley var ekki af baki dottinn. Arið 1958 gaf hann eins og áður 254
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.