Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 26
Tímarit Máls og menningar
sjálfsagt þykir að vísa til í umræðu. En sú umræða sem eitt sinn skapaði
skáldverk um fyrirmyndarríki og síðar hrollvekju um framfarir á villigötum
hefur mestallan tímann farið fram á öðrum vettvangi — hjá hagfræðingum
og stjórnmálamönnum og félagsfræðingum, og aldrei hafa þessir og aðrir
framtíðarfræðingar skrifað fleiri og stærri bækur en nú. En menn eru líkast
til síður á þeim buxum nú en oftast áður að reyna að finna fullkomna
fyrirmynd eða þá að demba sér ofan í kolsvarta hrollvekju. Ovissuþættirnir
njóta fullrar viðurkenningar, menn vita líka, að hver meiriháttar breyting
vekur upp andsvar sem reynir að afturkalla hana eða beina í aðra átt.
Utópían sem tilraun til að binda í kerfi vonir og ótta um sambýlishætti
manna innbyrðis og við náttúruna hverfur ekki af dagskrá — hún er nátengd
sjálfri þörfinni til að lifa af í ótryggum heimi, til að finna þær leiðir sem
færar séu til betra lífs. En hvort höfundar skáldverka eiga eftir að koma þar
við sögu í sama mæli og áður — um það verður engu spáð.
Heimildaskrá:
1. Thomas More: Utopia. Everyman’s Library, London 1965, bls. 135.
2. Utopia bls. 71.
3. N. Tshérnishevskí: Slito délat’, OGIZ, Moskva 1947, bls. 377.
4. E.M. Dostoévskí: Sobr. sotsh. IV bindi, GIKhL, Moskva 1956, bls. 161.
5. H.G. Wells: The Time Machine. Everyman’s Library 1967, bls. 66.
6. Jack London: Iron Heel, Sagamore Press, N.Y. 1957, bls. 82 — 83.
7. Aldous Huxley: Brave New World. Chatto and Windus, London 1967, bls. 45.
8. Huxley, bls. 180.
9. Georgc Orwell: Collected Essays, Journalism and Letters. Penguin 1980, b. III
bls. 96.
10. Évgcní Zamjatín: My, MLS, New York 1967, bls. 118.
11. Capek Brothers: R.Ú.R. Oxford University Press 1975, bls. 67.
12. Zamjatín, bls. 194.
13. George Orwell: Nineteen Eighty-four, Penguin 1984, bls. 226.
14. Orwell: Collected III, bls. 564.
15. Collected III, bls. 564.
16. Collected III, bls. 212.
16. Collected III, bls. 372.
17. Collected III, bls. 424.
18. Bernard Crick: George Orwell. A Life. Penguin 1982, bls. 367.
19. Orwell: Collected III, bls. 82.
20. Collected II, bls.33.
23. Aldous Huxley: Bravc New World Revisited, Harper and Row 1965, bls. 5 — 6.
24. 1984 Revisited, Harper and Row, NY, 1983, bls. 132.
256