Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 30
Tímarit Máls og menningar Kúgunin Tíminn líður án þess að ég hjálpi honum til þess. Ég get ekki gert honum neitt. Aftur á móti getur hann gert mér ýmislegt. Fyrst og fremst veldur hann mér óþægindum, því að hann kennir mér að ekkert geti varað: öll nútíð er forgengileg. Og allt sem gerist í nútímanum bara til þess að við lifum það í nútímanum, allur leikur og öll nautn, allt er þetta forgengilegt. Það sem ég geri á augabragði til þess eins að njóta þess, það verður hálfvegis að engu, gegnumstungið af sekúndunum sem tifa í gegnum það. Að sjálf lífsnautnin geti verið innihald lífsins, eða að mér geti fundist líf mitt fullnægjandi af því einu að lifa hverja stund sem að höndum ber, allt slíkt verður ómögulegt ef við búum við tíma sem lítur út eins og bein lína. Af þessu sprettur þörf fyrir að stefna lífi sínu að einhverju óhagganlegu, finna sýnilegan árangur til að miða að. Maður getur reist „minnisvarða um líf sitt“ (safnað auði, stofnað fyrirtæki, skrifað ódauðlega bók), unnið afrek sem gleymast seint (hlaupið hratt, stokkið hátt) og svo framvegis. Annar kostur er að ganga til liðs við stofnun sem nær lengra en tilvera einstaklings (Flokkinn sem snýr hjóli Sögunnar) eða fórna sér fyrir eitthvert „æðra markmið". Fíver sem aðferðin er, er boðskapur tímans sá sami: þú skalt aga þig og afsala þér. Hann kennir manni að vinna og leggja sitt af mörkum. Iþróttir eru kannski besta dæmið um hvernig tíminn ræðst inn á vettvang og undirokar athafnir sem gætu borið tilgang sinn í sjálfum sér. Það væri hægt að stunda íþróttir án þess að hafa nokkurt markmið með þeim annað en ánægjuna af því að tjá sig með líkamanum. I stað þess miða þær allar að því að framleiða afrek, og þau eru oftast táknuð í mínútum og sekúndum. Umfram allt aga íþróttir líkamana skipulega til þess að þeir neiti sér um að njóta augnabliksins og taki ávinning í framtíðinni fram yfir það. í þeim tilgangi er línulaga tími besta agameðalið. Eiginlega eru íþróttamót stórkost- legar trúarhátíðir tímans. Og við sem tökum eftir tímum íþróttamannanna uppá hundruðustu hluta úr sekúndu, við tökum trúna á tímann án þess að vita af því. Hraðinn Það er erfitt að vera kyrr í línulaga tíma. Hann sýnir mér sífellt nýja búta af sér — stundir, daga — sem æða framhjá. Ef ég passa ekki að fylla þessa búta með einhverju, þá verða þeir eftir tómir og tilgangslausir. Þess vegna get ég ekki verið iðjulaus. Ég verð að verða mér úti um upplifun, sjá til þess að eitthvað gerist! „Aksjón“ er krafa þessa tíma. I raun þýðir þetta oftast að ég kaupi mér eitthvað. Stjórnlaus neysla er eitt af sjúkdómseinkennum óttans 260 V
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.