Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 31
Draumur um betri tíma við að „eyða tímanum til einskis". Þegar okkur finnst við þurfa „til- breytingu“ í líf okkar liggur þá ekki að baki óttinn við kyrrstöðu, „dauðan tíma“, líf lifað til einskis? Því rótgrónari sem þessi tímaskynjun verður í okkur, því erfiðara verður að finna fullnægju í nýjungunum. Þær eru alltaf á leiðinni að verða gamlar þegar við lifum þær. Þess vegna verð ég alltaf að hafa auga á nœsta augnabliki. Eg verð að „halda áfram“ („keep moving") - aðeins með hálfan hugann þar sem ég er hverju sinni. Til þess benda líka sjúkdómseinkennin: Við upphaf aldarinnar var það ofsahraði ef farartæki fór 40 kílómetra á klukkustund, það var beinlínis svimandi. Nú á dögum veldur slíkur hæga- gangur óþægindum, næstum eins og andarteppa. Kvikmyndir eru klipptar sífellt hraðar; í amerísku sjónvarpsglæpamyndunum er varla nokkurt skot legra en fimm-sex sekúndur. I kvikmyndahúsum má sjá fólk aka sér órólegt í sætunum ef það þarf að horfa á sama myndskeiðið lengur en tíu sekúndur. Mikill hraði gerir kleift að vera alltaf á hlaupum yfir í það sem verður næst nýtt. Hann gefur okkur innihaldsríkari tíma, fyllri lífsnautn. Öðruvísi sagt, hann dreifir huganum; með enn öðrum orðum: hraðinn dreifir meðvitund okkar. Hann gerir okkur erfitt að einbeita okkur, drepur okkur á dreif ruglar og brýtur niður. Og einmitt það gerir svo auðvelt að stjórna okkur. Markmið og tæki Núið hefur semsé ekki gildi í sjálfu sér. Til þess að fá gildi þarfnast það hjálpar, og hana fær það hjá framtíðinni. Nútíminn verður fullnægjandi aðeins að því leyti sem hann er tæki til að gera einhverja framtíð að veruleika: hann öðlast gildi með hjálp töfraorðanna „til þess að“. Ég geri ekki það sem mér dettur í hug, læt ekki langanir mínar stjórna mér. Almennilega ástæðu til að gera eitthvað hef ég ekki fyrr en ég get sagt að það sé liður í áætlun um að koma einhverju til leiðar í framtíðinni. Ég mennta mig til að fá vinnu, vinn til að græða peninga, græði til að spara og spara sífellt til að kaupa eitthvað annað og annað. Þannig færist markmiðið alltaf fjær, öll takmörk breytast í tæki um leið og þeim er náð. Ég næ aldrei inn í draumaheiminn þegar ég hef gert nóg og get farið að „njóta lífsins". Við erum eins og ferðamaðurinn í „Lítilli sögu til að draga úr vinnugleði“ eftir Heinrich Böll, sá sem reynir að sannfæra mókandi fiskimann um að það væri gott að nota góða veðrið til að fara ekki bara í einn róður á dag, heldur tvo, þrjá eða fjóra. „Eftir árið gætirðu keypt þér vél í bátinn, eftir tvö ár annan bát, eftir þrjú eða fjögur ár værirðu kominn með lítið þilskip. Með tvo báta eða þilskip fengirðu auðvitað miklu meiri afla . . . Þú gætir byggt 261
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.