Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar þér lítið íshús, kannski reykhús, seinna litla niðursuðuverksmiðju. Þú gætir flogið um á eigin þyrlu, fylgst með hvar fiskurinn gengi og látið skipin vita gegnum senditæki. Þú gætir líka útvegað þér laxveiðiréttindi, opnað fisk- veitingahús, flutt út humar til Parísar milliliðalaust, og svo Fiski- maðurinn slær á bakið á honum eins og barni sem hrokkið hefur ofan í. „Hvað svo?“ spyr hann lágt. „Svo,“ segir gesturinn í hljóðlátri hrifningu, „svo gætirðu setið rólegur hér á bryggjunni, mókt í sólskininu og horft út á þetta dýrlega haf.“ „Já, en það er einmitt það sem ég er að gera,“ segir fiskimaðurinn. „Eg sit rólegur á bryggjunni og móki.“ Nú á tímum höfum við einmitt tilhneigingu til að haga okkur svona: snúa okkur að framtíðinni, vera sívinnandi og með hugann við annað en það sem við erum að fást við hverju sinni. Þessi tími er harður húsbóndi, hann ýtir undir sjálfsögun, er afkastahvetjandi. Hann kúgar allar langanir og gerir sjálfa nautnina þjáningarfulla. Hann kennir okkur að hafna þeim þörfum sem við finnum sjálf fyrir; því er hann tryggur bandamaður samfélagsins við að halda uppi lögum og reglu. Eða með orðum Herberts Marcuse: „Hann er lífshættulegur andstæðingur Erosar." A fyrsta degi júlíbyltingarinnar í Frakklandi 1830 er sagt að það hafi verið skotið á klukkuskífuna í turni í Parísarborg, samtímis en skipulagslaust frá mörgum stöðum. Hringurinn Nú getur tíminn tekið á sig aðrar myndir en beina línu. Til er hringlaga tími, til dæmis í kirkjuárinu. Það er ekki sett saman af innihaldslausum mælieiningum („mínútum"), því er ekki ætlað að mæla tilveruna. Það er sett saman úr tímaskeiðum — jólaföstu, páskum o. s. frv. — sem hvert hefur sinn sérstaka svip og vekur sínar sérstöku tilfinningar. Þessi tími tekur semsagt breytingum, hrynjandi hans, merking og styrkur breytist: hann endurvekur goðsögulega atburðarás og gæðir hana áþreifanlegu lífi. Kirkjuárið er ekki fyrst og fremst liður í tíma sem heldur áfram endalaust. Þvert á móti koma þar aftur og aftur fyrir sömu eiginleikarnir: eftirvænting, gleði, sorg, ný von o. s. frv. Að vera til í hringlaga tíma er þannig eins og að ferðast á kunnugum slóðum, hreyfa sig í umhverfi sem sjálft stendur kyrrt. I elstu landbúnaðarþjóðfélögum sem við þekkjum, Egyptalandi, Babyloníu, Mexikó o. fl., mótuðu prestarnir kerfi til að skilja tímann á þennan hátt. Þetta er hinn ósýnilegi boðskapur þeirra: allt gengur eftir leiðum sem eru ákveðnar í eitt skipti fyrir öll, allt snýr til baka til upphafsins. Einnig þeir beita valdi: tilveran er eilíf endurtekning — engu er hægt að breyta. Báðar tímahugmyndirnar eru að verki í hugum okkar. Vikan ber fyrir 262
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.