Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 41
Sidfradi gagnrýninna félagsvísinda lifandi þjóðfélagsumræðu; hlutverk hennar var ekki lengur að gagnrýna og marka stefnuna heldur skyldi það einskorðast við rökgreiningu tungumáls- ins. Það féll hins vegar í hlut vísinda að kanna raunveruleg, skynjanleg fyrirbæri og sýna, þegar best lét, fram á reglubundin tengsl þeirra. Allt mat í ljósi þarfa, tilfinninga eða siðferðilegra mælikvarða var álitið óskynsamlegt og ekki við hæfi vísinda. Þessi áhersla á siðferðilegt hlutleysi vísinda hefur framfarahlutverki að gegna við sérstakar sögulegar aðstæður. Max Weber hélt því réttilega fram að þegar frelsi manna til vísindalegra rannsókna væri skert, gæti skírskotun til reglunnar um siðferðilegt hlutleysi bjargað heiðri og sjálfsvirðingu fræðimannsins því hún gerir honum kleift að einangra sig frá siðlaus- um markmiðum ráðandi afla. Við slíkar aðstæður og í þeim skilningi kann hlutleysi vísinda um verðmæti að gegna jákvæðu, afhjúpandi hlut- verki. Nú á tímum virðist aftur á móti ljóst að þjóðfélögum stafi ekki mest hætta af einræðis- og alræðisstjórnum heldur af því andlega tómarúmi sem fyllt er upp í með trú á vald og velgengni, með hugmyndum um neyslu og nær sjúklegri trú á áhrifamátt tækja, ásamt lífshættulegu skeytingarleysi um mannleg markmið og skynsemi. Þegar svo stendur á gegnir reglan um sið- ferðilegt hlutleysi fremur því hlutverki að dylja vandann en hinu gagnstæða. Með áhugaleysi sínu um langtíma stefnumörkun og djúpstæðri vantrú á allar hugmyndir um róttækar þjóðfélagsbreytingar, stuðla vísindin einungis að því að auka þetta firrta vald, að ná stöðugt áhrifameiri tæknilegum tökum á náttúrlegum og sögulegum ferlum innan ríkjandi kerfis. „Hreina“, ógagnrýna smáskammtaþekkingu er alltaf hægt að túlka og hagnýta á þann veg sem ráðamönnum kemur best. Það samfélag sem hefur sett hin hlut- lausu vísindi í öndvegi er svipt öllum möguleika á gagnrýninni sjálfsvitund. II í rauninni er sjálft hugtakið, hlutleysi vísindalegrar rannsóknar um verð- mæti, villandi. I öllum félagslegum athugunum er gengið útfrá tilteknum verðmætum og viðmiðunum; spurningin er aðeins: af hvaða tagi eru þau? Akveðin þekkingargildi eru grundvallaratriði í vísindalegri aðferð: skýr- leiki, vandvirkni, sveigjanleiki, frjósemi og skýringarmáttur hugtakakerfis- ins, nákvæmni í ályktunum, staðfesting og hagnýting kenninga, o. s. frv. Aðferðafræðilegar stefnur fela í sér mismunandi forgangsmynstur þessara verðmæta. Að velja á milli rökgreiningar, fyrirbærafræði og marxisma, að aðhyllast raunhyggju, rökhyggju eða innsæisstefnu, að taka útskýringu fram yfir skilning — merkir ekki bara það að tileinka sér ákveðið tungutak, 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.