Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 46
Tímarit Máls og menningar hann hvorki berjast, segja sannleikann né þjóna nokkrum; hann á sér „bara eina dyggð: hann ber uppi þekkinguna.“ Það sem sameinar afstöðu þessara ólíku aðila er flótti frá ábyrgð á því hvernig þekkingin er notuð. Enginn fræðimaður getur lengur skotið sér undan þessari ábyrgð. Mesta misbeiting vísinda í sögunni, smíði kjarnorkusprengjunnar, kallaði þegar fram mótmæli margra fremstu vísindamanna þess tíma: bréf Einsteins og Szilards, Franck skýrsluna, bænarskjalið til forseta Bandaríkjanna 17. júlí 1945, og síðar Pugwash hreyfinguna, aukna þátttöku vísindamanna í sam- tökum friðar- og umhverfisverndarsinna og menningarstarfsemi Sameinuðu þjóðanna og Unesco. Ný alþjóðleg samábyrgð hefur verið að þróast meðal menntamanna á síðustu áratugum. Gagnrýnin vitundarvakning, sem teygir sig út yfir landamæri þjóða, kynþátta, stétta og trúarbragða, er að eiga sér stað og taka á sig mynd sammannlegrar afstöðu. Fyrsta Pugwash yfirlýsing- in, sem undirrituð var af Bertrand Russell og Albert Einstein, er hvað táknrænust fyrir þessa alþjóðlegu grasrótarhreyfingu menntamanna: „Við tölum ekki í nafni tiltekinnar þjóðar, heimsálfu eða trúar, heldur sem manneskjur, meðlimir mannkynsins sem vafi leikur nú á að eigi sér framtíð. Fæst okkar eru hlutlaus, en sem manneskjur hljótum við að hafa það hugfast að ef leysa á deilu austurs og vesturs á þann veg að nokkur geti hugsanlega við unað, hvort sem hann er kommúnisti eða and-kommúnisti, Asíubúi, Evrópumaður eða Ameríkani, hvítur eða svartur, þá verða þessi mál ekki útkljáð með styrjöld. Sem manneskjur skírskotum við til allra manna — munið eftir mann- kyninu og gleymið öllu öðru.“2 IV Mörgum fræðimönnum verður órótt þegar þeir standa frammi fyrir áskor- un af þessu tagi og það er full ástæða til þess að vera á verði. I fyrsta lagi getur sjónarmið heildarinnar verið svo afsleppt að það sé ekki sanngjarnt gagnvart neinu tilteknu sjónarmiði eða kröfu. Það er mjög þægileg og að sama skapi óábyrg afstaða bæði fyrir skynsemina og siðgæðið að fegra öll deilumál og þykjast vera „hlutlaus" allsherjardómari sem fordæmir alla aðilja frá sjónarmiði „Mannkyns". Auðvitað samrýmast sum sjónarmið mannlegum hagsmunum, þroska og sjálfstæði betur en önnur. Það er hins vegar óhugsandi að efla þessa sammannlegu hagsmuni án þess að taka ákveðna afstöðu í hverju tilviki fyrir sig. Stundum gæti það þýtt að fordæma þyrfti alla, en í öðrum tilfellum fæli það í sér virkan stuðning við þá sem berjast fyrir mannkynið í heild um leið og þeir vinna að eigin markmiðum. Það sem við þurfum á að halda er ákveðin og söguleg en ekki óákveðin og óaðstæðubundin alhyggja. 276
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.