Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 54
Úlfur Hjörvar:
Eitthvað verður að gera
Það voru mín óbreytt orð.
Þeir komu hér Sveinn og hann Bergur — eða var það Finnur bróðir
hans? — nei, ég má segja það hafi verið Bergur — til að segja mér frá
þessu. Og það fyrsta sem mér varð á orði var einmitt þetta: eitthvað
verður að gera.
Og mér var full alvara með það, því eins og ég sagði: við getum
ekki horft aðgerðarlaus uppá að fátæk barnafjölskylda missi allt sitt
bótalaust. Menn eiga að taka höndum saman þegar svona er og hver
að leggja af mörkum eftir getu. Margt smátt gerir eitt stórt, sagði ég.
Eg bauðst aukinheldur til að taka við framlögunum, ef þeir þá vildu
auglýsa það; mig munaði ekkert um að láta liggja lista frammi hérna í
búðinni hjá mér og taka móti einhverjum aurum. En þeir svöruðu því
til að j>að væri meiri traffík annarsstaðar, en sjálfsagt að hafa lista hér
líka. Eg gaf ekkert útá það. En það hefur nú alltaf verið svo með mig,
að annaðhvort vil ég gera hlutina eða ekki, og hef aldrei verið fyrir
neitt samkrull.
Auðvitað klúðruðu þeir þessu svo öllu, settu Olaf í það eins og þú
veist; gerðu það pólitískt. Já, déskotans pólitíkin segi ég enn og aftur.
Og eins og þeir hafi einhvern einkarétt á mannúðinni?
Eg sagði það líka hreint út við hann þegar hann kom með lista og
vildi fá mig á hann. Eg sagði: ég hef aldrei skrifað mig á neinn lista hjá
ykkur Olafur og fer varla til þess héðanaf. Og ég get vel rétt fólki
hjálparhönd án þess og þarf ekkert að vera að auglýsa það útum borg
og bý. Með það fór hann.
Mér sýnist þetta líka vera gengið útí hreinar öfgar. Fólk, sem aldrei
hefur átt bót fyrir rassinn á sér, er allt í einu komið með fullar hendur
fjár. Eg heyri að það sé flutt í lúxus íbúð og hafi þó naumast pláss
fyrir það sem því hefur verið gefið. Og eldri krakkarnir halda áfram í
skóla eins og ekkert hafi í skorist. Enginn virðist hafa neitt við það að
284