Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 57
Ingibjörg Haraldsdóttir Afmæliskveðja til vinar Kúbanska byltingin 25 ára I Hvít borg teygir turna sína og háhýsi uppúr ævintýrabláum Mexicoflóa. Farþegaskipið Grúsía nálgast borgina hægt og virðulega, fuglar garga í morgunskímunni sem allt í einu verður að skæru sólarljósi og fylgir því hiti sem á eftir að færast ótæpilega í aukana eftir því sem líður á morguninn. Næturfölir farþegar læðast upp á þilfar einn af öðrum og lifna við þegar borgin hvíta opinberast þeim, viðbrögðin ævinlega hin sömu: æðisglampi í auga og æpt: La Habana! La Habana! Um borð eru hundruð kúbanskra ungmenna á heimleið frá Austur-Evrópu. Fullt skip af háværu, glöðu fólki með lítil útvarpstæki í höndum — nú má loksins ná útsendingum kúbanskra stöðva og Radio Habana býður góðan dag með dillandi rúmbutakti. Það er dansað og hlegið og grátið á þilfarinu. Ég stend við borðstokkinn og góni á borgina sem nálgast. Nú er hún ekki lengur hvít. Hún er skellótt og skræpótt og full af hlæjandi fólki sem stendur á ströndinni og veifar til okkar. Við siglum inn í höfnina, framhjá Morro-virkinu þar sem vökulir Spánverjar stóðu fyrrum og fylgdust með ferðum sjóræningja. Skipið leggst að bryggju. Aragrúi af fólki bíður komu skipsins. Á hafnarbakkanum standa þrír skartklæddir menn með hljóðfæri og flytja okkur angurværa tónlist meðan við bíðum eftir landgöngubrúnni. Nokkrir menn koma hlaupandi með bókastafla og koma þeim fyrir við endann á brúnni. Þegar allt er klárt er okkur hleypt í land. Eg trítla niður brúna; einhver réttir mér bók og fylgir henni breitt bros. Velkomin til Kúbu! Eg lít á gripinn: Dagbók Che Guevara í Bólivíu. Hún er nýkomin út, var prentuð í stóru upplagi og er nú dreift ókeypis til þeirra sem koma með skipinu. Tæpt ár er liðið síðan Che var myrtur í Bólivíu en minning hans lifir á Kúbu og norður í Evrópu er nafn hans á allra vörum þetta sumar, sumarið 68. Gracias, segi ég og tek við bókinni. Seinna sama dag er ég stödd í húsi tengdaforeldra minna í einu af úthverf- um Havana. Stórfjölskyldan er þar saman komin til að líta á aðskotagripinn sem skolað hefur á fjörur hennar. Húsið stendur í brekku, lítið hús á 287
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.